Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 45
39
stofnun Þjóðvinafélagsins á árunum 1869—’71, og svo
upp úr því stofnun Þjóðliðsins (1882), þegar mönnum
hér þótti Þjóðvinafélagið hverfa um of frá sinni upp-
haflegu ætlun, að vera þjóðmálafélag. Upptök og stofn-
un Kaupfélags Þingeyinga (1881—’82) má einnig
rekja til þessarar vakningar. Hitt mun síður kunnugt,
að einmitt um þessar mundir vaknaði hér talsvert al-
mennur áhugi á fræðslu og mentun alþýðu. Sá áhugi
kemur allskýrt fram í riti Einars Ásmundssonar, »Um
framfarir íslands« (1871), en Einar var þá einn af að-
alleiðtogum héraðsbúa og hafði sjálfur aflað sér prýði-
legrar alþýðumentunar. Enn skýrar kemur þessi áhugi
þó fram í stofnun bókafélagsins »ófeigur í Skörðum og
félagar« (1888). Til þess félags var stofnað af um 20
ungum efnismönnum í austurhluta sýslunnar, a. n. 1. til
þess að geta neytt sín betur í þeim héraðsmálum, er
þeim þótti mestu varða, og a. n. 1. til þess að afla sér
þess bókakosts, er einkum gæti stutt að andlegum
þroska þeirra. Voru það nær eingöngu danskar bækur,
er þeir keyptu, og einkum skáldrit nýju höfundanna, er
þá voru (raunsæisskáldanna), og rit um félagsfræðileg
efni. Þetta bókafélag lagði grundvöllinn til Sýslubóka-
safns Þingeyinga. Má vafalaust telja, að það bókasafn
hafi lagt drýgstan skerfinn til menningar héraðsbúa á
síðari árum, þegar Kaupfélagið eitt er undanskilið.
Á þjóðhátíðarárunum var einnig byrjað að halda
»unglingaskóla« hér í sýslunni. Brautryðjandinn þar
var Sigurður Jónsson í Ystafelli, sem nú mun öllum
íslendingum kunnur orðinn. Af því að svo vel vill til,
að Sigurður skýrir allgreinlega frá þeirri starfsemi
sinni í endurminningum, sem hann reit árið áður en
hann dó og eg hef fengið að sjá, tel eg best, að láta hann
sjálfan segja frá:
»--------Byrjunin var sú, að segja til börnum fóstru