Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 47
41
nema sérlega mikið eftir þeirri kensluaðferð, sem nú
er við höfð í skólum okkar. Enda er mér eigi vel skilj-
anlegur þessi langi námstími, sem hafður er t. d. í
mentaskólanum. Og þó er verið að tala um að lengja
hann ennþá meira eða herða á inntökuskilyrðum, sem
kemur í einn stað niður. Eg varð að haga kenslu minni
nokkuð á sérstakan veg. Eg hafði ekki fleira námsfólk
en svo í senn, að eg gat persónulega kynst hverjum ein-
stökum nemanda og lagað kensluna eftir því, sem eg
fann að átti best við hans hæfi. Svo voru það einkum
undvrstöðnatriðin í hverri grein, sem eg lagði mesta á-
herslu á, að unglingarnir lærðu að skilja og tileinka
sér. Varð eg því sumstaðar að fara fremur fljótt yfir
sögu, t. d. í landafræði, en reyndi að benda á, hvernig
hægt væri síðar að fylla út í eyðurnar, hvaða bækur til
þess þyrftu og fleira þar að lútandi. Eg reyndi að
kynnast sálarlífi einstaklinganna og notaði mér þá
þekkingu, til þess að hafa áhrif á hugsunarhátt þeirra,
leitaðist við að styrkja göfuga hugsun og drenglyndi.
Þetta tímabil var því frekar vakning og undirbúningur
undir framhaldsnám kenslulaust en skólalærdómur.
Fyrir rhörgum nemendum var námið hjá mér eina tæki-
færið, sem þeir áttu kost á til lærdóms, og var þá þetta
nám betra en ekki neitt. Þá voru barnaskólar og al-
þýðuskólar hvergi til, en Hólaskóli og Möðruvallaskóli
of dýrir fyrir flesta, þegar þeir skólar komu upp.
Eg hef orðið þess var, að margir af þeim, sem eg
kendi, hafa borið hlýjan hug til mín síðan. Margir hafa
og orðið að láta sitja við það nám, sem þeir fengu hjá
mér. Þessa kenslu verð eg að telja beinan ávinning
fyrir sjálfan mig. Eg lærði sjálfur mikið við það, að
kenna öðrum,--------hafði mikla ánægju af kenslutím-
um mínum og hlalíkaði til þeirra.«
Framan af árum kendi Sigurður 1—2 mánuði á vetri