Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 48
42
— oftast 2 mánuði — á ýmsum stöðum, en stundum
heima í Ystafelli hjá fóstru sinni Guðbjörgu Árnadótt-
ur. Hafði hann þá jafnan svo marga nemendur sem
húsakynni leyfðu á hverjum stað. Kensluna byrjaði
hann venjulega með .þorrakomu. En eftir að hann
kvongaðist (1888) og tók sjálfur við jörð og búi, hætti
hann brátt kenslu utan heimilis, en hafði um nokkur ár
skóla heima hjá sér með líku sniði og fyr. Var altaf
meiri aðsókn að þeim skóla en hægt var að fullnægja.
í gróðaskyni var þetta ekki gert. Piltar borguðu fyrir
kenslu, húsnæði, fæði, þjónustu, ljós og hita 70—75
aura á dag og stúlkur 10 aurum minna oftast nær. Ut-
an heimilis fékk Sigurður ofurlítið kaup, oftast 20 kr.
á mánuði, en peningagildi var þá hærra en nú.
Ekki verður séð á endurminningum Sigurðar, hvenær
hann lagði þenna skóla sinn niður, og ekki man ættfóik
hans það heldur með fullri vissu. En sú var ástæðan til
þess, að hann hætti kenslu, að heimilisstörfin jukust
með vaxandi barnahóp, og svo fékk hann mjög miklum
störfum öðrum að gegna fyrir sveit sína og sýslu. En
æ síðan átti alþýðufræðslan, og þó einkum unglinga-
skólarnir, þar vísan vin, er hann var.
Ýmsir fleiri urðu til þess að kenna unglingum hér í
sýslunni um sömu mundir og Sigurður, en enginn jafn
samfelt. Hér verður aðeins lauslega getið þess manns,
er varð að lokum mesti alþýðukennari sýslunnar, Bene-
dikts Jónssonar frá Auðnum, en sitt uppeldisstarf
vann hann sem bókavörður bókasafns Ó. S. U. F. og
síðar sýslubókasafnsins og kemur hann því ekki bein-
línis við þessa sögu.
1883 var stofnað til unglingaskóla í Laufási og skyldi
hann starfa allan veturinn. Stóð Einar Ásmúndsson í
Nesi einkum að stofnun hans. Mun Einari eigi hafa
þótt Möðruvallaskólinn nægilega sniðinn við hæfi al-