Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 49
43
þýðu og viljað gera tilraun til að gera betur. Guðmund-
ur Hjaltason var aðalkennari fyrsta veturinn. Þessi
skóli var síðar fluttur að Hléskógum, og var honum
reist þar sérstakt hús. En skólinn var lítið sóttur nema
úr Suður-Þingeyjarsýslu. Þó að Höfðahverfið, þar sem
skólinn var, sé glæsileg sveit, er það þó fráskilið öllum
öðrum bygðarlögum Þingeyjarsýslu, og var skólinn því
þar í versta lagi settur fyrir sýsluna. í annan stað tókst
það ekki, að fá neinn kennara að skólanum til lang-
frama, og mun hvorttveggja hafa valdið því, að skólinn
var lagður niður um 1890. Skólahúsið keypti síðar S.-
Þingeyjarsýsla og Ljósavatnshreppur í sameiningu, og
var það flutt að Ljósavatni, og var þar samkomuhús
héraðsins og þinghús sveitarinnar um nokkurt árabil.
Það kom fljótt í ljós, er Sigurður í Ystafelli hætti
kenslustarfi sínu, að sveitungar hans undu því illa að
hafa eigi unglingaskóla í sveitinni. Á sveitarfundi
haustið 1903 var það ráðið, að stofna til unglingaskóla
á Ljósavatni, og hóf sá skóli starf sitt 15. janúar 1904.
Skólahúsið var þinghús sveitarinnar, gamla skólahúsið
frá Hléskógum. Frumkvæði skólastofnunarinnar átti
ungur bóndi í sveitinni, Kristján Sigurðsson á Halldórs-
stöðurn, einn af nánustu vinum Sigurðar í Ystafelli.
Aðalkennari skólans tvo fyrstu veturna var sr. Sig-
tryggur Guðlaugsson, gamall nemandi Guðmundar
Hjaltasonar. Sr. Sigtryggur fór síðar vestur að Núpi
við Dýrafjörð og stofnaði þar alþýðuskóla. i stjórn
Ljósavatnsskólans var meðal annara Sigurður í Ysta-
felli. Hér komu því 'saman flestir þeir straumar, er áð-
ur höfðu runnið í skólamálum héraðsins, enda mátti
telja, að prýðilega tækist með skólann. Ljósavatnsskól-
inn starfaði í 11 vetur. Næst eftir sr. Sigtryggi var
Jónas Jónsson í Hriflu forstöðumaður skólans 1 ár, þá
Guðmundur ólafsson á Sörlastöðum (nú kennari á