Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 50
44
Akranesi) 1 ár, en síðan til loka Sigurður Baldvinsson,
síðast bóndi á Kornsá. Af aukakennurum er einkum að
nefna Kristján Sigurðsson á Halldórsstöðum, er kendi
söng öll árin, Eið Arngrímsson á Þóroddsstað (þá á
Ljósavatni), er var annar kennari skólans nokkur ár
og Jón Sigurðsson í Ystafelli, er var annar kennari
skólans síðasta veturinn, er hann starfaði. Skólinn var
í góðu áliti og altaf sóttur svo sem húsakynni hans
frekast leyfðu, og voru nemendur um og yfir 20 á
hverjum vetri. Flestir voru nemendurnir úr Ljósa-
vatns- og Bárðdælahreppum, enda var svo talið, að þeir
hreppar hæru ábyrgð á rekstri hans, og veittu þeir hon-
um styrk á móti landsjóði. Nokkuð var skólinn líka
sóttur úr grannsveitunum, einkum Reykjadal og
Fnjóskadal. Sameiginlegt mötuneyti var fyrir nemend-
ur og kennara. Lögðu nemendur sjálfir á borð með sér,
þ. e. efnið í matinn, en réðu eina stúlku til matreiðslu.
í skólalok voru svo gerðir upp allir reikningar nemenda
og reyndist skólavistin ætíð mjög ódýr. Húsakynni voru
að vísu fremur ófullkomin, en þó kom það eigi að sök
fyrir heilsu nemenda, svo að þess yrði vart. Mjög bætti
það líka um, að á Ljósavatni var stórt og gott íbúðar-
hús, og naut skólinn þar athvarfs að nokkru, og var
lengi m;jög vel að honum búið af hálfu ábúenda. En
1914 urðu ábúendaskifti á Ljósavatni, og vildi nýi ábú-
andinn vera laus við skólann, enda mátti svo teljast, að
honum væri þá úthýst, og urðu þau lok hans, enda misti
hann þá kennara þann, er lengst og best hafði borið
hann uppi, Sigurð Baldvinsson.
Jafnhliða Ljósavatnsskólanum starfaði í héraðinu
annar unglingaskóli við góðan orðstír, lýðskólinn á
Húsavík. Þann skóla reisti Benedikt Björnsson, hinn
drengilegasti skólamaður, haustið 1926. Sá skóli fékk
fyrstu árin nemendur víðsvegar úr héraðinu, en er