Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 51
45
fram liðu stundir, kom það í ljós, eð það stóð skólanum
fyrir þrifum, að hann var í kaupstað og hafði engar
heimavistir. Sérstaklega varð skólavistin þar miklu
dýrari en á Ljósavatni. Þegar sú hreifing, er hér verð-
ur síðar frá sagt, komst fyrst af stað, að reisa einn
myndarlegan skóla fyrir héraðið, fékk Benedikt hug á
því að koma móti henni og flytja sinn skóla upp í sveit.
1912—13 leitaði hann dálítið fyrir sér um þetta mál,
meðal annars ræddi hann um það við hreppsbúa í Reyk-
dælahreppi, að fá þinghús þeirra fyrir skólahús í bráð-
ina, meðan málið væri að komast betur á ratspölinn.
Þetta fórst þó fyrir. Nokkru mun hafa ráðið um það, að
Benedikt galt þess, að hann stóð á öndverðum meið við
meirihluta héraðsmanna í þjóðmálum, bæði í áfengis-
málinu, en þó einkum sjálfstæðismálinu, er þá var efst
á baugi. Hitt réð þó enn meiru, að einmitt á þessum ár-
um kendi hann mjög hættulegrar augnveiki, er hefur
fatlað hann æ síðan. Lýðskólinn á Húsavík stendur enn
þá, en er nú einkum skoðaður sem framhaldsskóli
barnaskólans í þorpinu, og veitir Benedikt þeim skólum
báðum forstöðu enn í dag. Engan stuðning hefur Bene-
dikt veitt alþýðuskólamálinu síðan 1913 og var að lok-
um í nokkurri andstöðu við frumherja málsins um það,
hvernig það var sótt, en með starfi sínu og dæmi hafði
hann þó hrundið málinu nokkuð fram á við.
Arnór Sigurjónsson.