Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 52
Guðmundur Arason
»Sá getur alt, sem trúna hefur«.
Þetta eru dýrleg orð, orð, sem eru eins og sólargeisli,
er fellur inn í dimt rúm.
Þau hafa gefið hálffleygum hugsjónum mátt til flugs
og byr undir báða vængi.
Þeir, sem voru að sligast undir byrði lífsins, hafa
rétt úr bakinu, lyft upp höfðinu og horft móti rísandi
sól, og þeim hefur auðnast að velta þeim björgum af
leiðinni, sem þeir gátu ekki áður bifað og vinna þau af-
rek, sem alla hefur furðað á. Trúin er lyftistöngin í lífi
hvers einstaklings, og heilla þjóða. Eftir henni og í
samræmi við hana mótast hver hugsun og verk. Vöxtur
og framför, hnignun og spilling í þjóðlífinu er alt í
beinu sambandi við hana. Slíkur er máttur trúarinnar,
hún er lífæðin, aflgjafi okkar mannanna.
Það er hún, sem gerir mikilmenni úr smæsta smæl-
ingjanum og manninn að manni.
Meistarinn mikli, sem við beygjum hné okkar fyrir,
hefur kent okkur að skilja mátt trúarinnar og þau öfl,
sem blunda í okkar barmi.
Hann hefur kent okkur að skilja alt það besta og
máttugasta, sem mannssálin á.
»Sannlega, sannlega segi eg yður, ef þér hafið trú
eins og mustarðskorn, þá munuð þér segja við þetta