Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 56
50
bygt á — goðorðunum. íslendingar hætta að trúa á sín
gömlu goð og taka kristna trú.
Fyrst í stað ber ekki mjög mikið á þessum breyting-
um, og gamla skipulagið helst óbreytt að mestu.
Ríki og kirkja eru eitt, og biskuparnir eru bæði and-
legir og veraldlegir höfðingjar, líkt og gömlu goðarnir
höfðu verið. Hér greer kirkjuvaldið og höfðingjavaldið
saman, og svo má heita, að höfðingjar hafi fullkomin
umráð yfir kirkjunum.
Að vísu gátu biskuparnir reist nokkrar skorður við
valdi kirkjueigenda, en þó aðeins í fremur óverulegum
atriðum. Kirkjueigandinn réð prest til kirkjunnar, hirti
og ráðstafaði bæði kirkjutíund og preststíund og fór
að öllu leyti með kirkjuna og fjármuni hennar sem sína
eign.
í skjóli þessarar gömlu fornkirkju okkar íslendinga
greri margt gott og göfugt.
Biskuparnir voru gáfaðir, stjórnsamir höfðingjar,
sem juku mentun og góða siði. Kirkjan var bæði þjóð-
leg og heilbrigð. Það má líka telja haná móður bók-
mentanna. Brautryðjandinn, Ari Þorgilsson, var prest-
ur. — Hér á landi var kirkjan — ekki síður en alt þjóð-
skipulagið — mjög frábrugðin því, sem var í öðrum
löndum. Þar átti kirkjan í sífeldri baráttu við hið inn-
lenda ríkisvald, vildi ekki þola nein afskifti af þess
hálfu, en krafðist þvert á móti æðsta valds, bæði í and-
legum og veraldlegum efnum. Stefna miðalda kirkj-
unnar var líka alstaðar óþjóðleg, barðist á móti öllum
heiðnum endurminnningum og þá um leið þeirri inn-
lendu menningu, sem hafði verið með þjóðunum áður
en kristnin ruddi sér til rúms.
íslendingar voru lengi vel svo langt frá erlendum
kirkjuhöfðingjum, að þeir gátu skapað sína kirkju eftir
sinni eig'in vild og þörfum. Það er ekki fyr en eftir að