Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 58
inu, svo að ekki þarf mikið að koma fyrir til að alt
klofni.
Á 12. og 13. öld er það yfirgangur, drotnunargirni og
valdafýsn, sem mest ber á. Auðurinn kemst í fárra
manna hendur, jafnvægið hverfur, og þeir, sem mest
mega sín, vaða uppi með ofsa og ójöfnuði.
Misskifting auðsins stafaði að nokkru leyti af því,
að landið var strjálbygt og þannig numið, að einn mað-
ur og hans ætt réði yfir mörgum höfuðbólum og stóru
héraði. Og svo var önnur orsök. Hefðu goðarnir haldið
áfram að vera prestar, þá hefði gamla goðavaldsskipu-
lagið haldist. En þegar þeir hættu því, og kirkjan fór
meir og meir að verða viðskila við stjórnarskipulagið,
raskast gamla sambandið, sem bundið var við hofsókn.
Menn fara að segja sig í þing með þeim, sem besta
vernd getur veitt gegn ágangi annara, og þá er hægt
að kaupa og erfa fleiri en eitt goðorð, og þetta alt er
bein afleiðing þess, að hofsókn og kirkjusókn, eða goð-
orð og kirkjusókn er ekki lengur það sama.
Alskonar siðleysi fer þá líka að gera vart við sig og
magnast, eftir því sem lengra líður.
Siðferði Ásatrúarinnar hvarf með henni, og kristna
trúin var ekki strax búin að festa rætur, hugmyndir
manna, um hvað væri gott og ilt, rétt og rangt, svifu
því í lausu lofti. Lotning og helgi var horfin úr huga
þjóðarinnar, einmitt það, sem gerir mennina að mönn-
urn og hefur þá upp yfir dýrin. Þá var horfinn þessi
fagri forni drengskapur, sem skín úr þessum orðum
Kolskeggs, þegar hann segir við Gunnar á Hlíðarenda,
bróður sinn, er hann vildi, að Kolskeggur snéri aftur
og gengi á gerða sætt: »Hvorki mun eg á þessu níðast,
og á engu öðru, því er mér er til trúað«. —
Þá níddust menn á kirkjugriðum, kvöldu óvini sína