Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 60
54
Óttinn var sunginn inn í huga þjóðarinnar. En þetta
var ekki aðeins hér á landi, heldur um öll kristin lönd
á þessum tíma, og það er oftar en þá, sem kenning
Krists hefur verið misskilin og rangfærð bæði óafvit-
andi og vísvitandi.--------
Því var alment trúað, að klerkarnir gætu útvegað
mönnum fyrirgefningu hjá guði fyrir syndir þeirra, og
það, — meðal annars — varð til þess, að velsæmis og
ábyrgðartilfinning þvarr hjá þjóðinni.
Það var óhætt að syndga dálítið upp á náðina, aðeins
ef hægt var að ná prestsfundi og skrifta fyrir honum,
fá fyrirgefningu og gefa fyrir sálu sinni.
Á þessari byltingaöld lifir og starfar Guðmundur
biskup Arason.
Guðmundur Arason er fæddur á Grjótá í Hörgárdal
árið 1161, þrem nóttum fyrr Mikjálsmessu. Hann var
af góðum ættum kominn. Móðir hans hét úlfheiður
Gunnarsdóttir og faðir hans Ari Þorgeirsson. Hann var
garpur mikill og veraldai-maður eins og þeir aðrir
frændur hans. Hann þjónaði höfðingjum í Noregi og
hlaut þar gjafir og góðan orðstír og hefur áreiðanlega
verið hraustmenni.
Úlfheiður hafði verið gift nauðug, en síðar tók hún
saman við Ara, og með honum eignaðist hún 4 börn, og
var Guðmundur næstelstur þeirra. —
Þegar Guðmundur fæddist var þar viðstaddur vitur
maður og fróður, Guðm’undur klárhöfði, og »er sagt frá
orðatiltekju hans, er sveinninn kvað við nýfæddur, að
hann létst einskis barnsrödd slíka heyrt hafa og kvaðst
víst vita, að það barn mundi afbragð verða annara
manna, ef lífi héldi, og kallaði sér bjóða ótta mikinn, er
hann heyrði til«. —