Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 61
55
Allar spár hafa nokkur áhrif og ekki síst þær, sem
mæltar eru yfir vöggum ungra og ómálga barna, og það
er gömul þjóðtrú, að þær fylgi þeim, sem spáð er fyrir,
annað hvort sem skuggi eða Ijósgeisli og hafi þannig á-
hrif á líf þeirra. Það fyrsta, sem spáð er fyrir Guð-
mundi, er eins og kveikt sé á litlu kerti og það sett við
höfðalag hans. Og varla hefur verið vanþörf á ein-
hverju vermandi og lýsandi í líf hans.
Hann hefur líklega verið »gestur, sem að enginn unni
utan mamma hans«. Ekki verður að minsta kosti séð, að
faðir hans hafi borið mikla umhyggju fyrir honum.
Iiann eyðir miklu af fé Úlfheiðar og fer svo til Noregs,
en hún verður að sitja ein eftir með Guðmund.
Þegar Guðmundur var tveggja ára, tók afi hans, Þor-
geir Hallsson á Hvassafelli, hann til fósturs, og þar var
hann, þar til hann var 7 vetra, þá missir hann föður
sinn.
Ari Þorgeirsson fellur í Noregi sem glæsileg hetja og
bjargar með því lífi Erlings jarls.
Þá tekur IngimundUr prestur, föðurbróðir Guðmund-
ar hann til sín með ráði frænda hans og átti að kenna
honum.
Ari Þorgilsson var höfuð ættarinnar, og líklegt var,
að Guðmundur múndi erfa völd hans. Því hefur hann
verið settur til bóknáms, svo að ekki þyrfti að óttast um
kröfur hans til valda ættarinnar. Og þær fyrstu föður-
bætur, sem hann fékk, voru, »að hann var barinn til
bókar«.---------
Guðmundur var duglegur, en þótti snemma kippa í
kynið, með ódæld og sjálfræði. —
Fyrst voru þeir Ingimundur á Hálsi í Fnjóskadal og
síðar á Vöglum. Þá bjó Þorvaldur, bróðir Ingimundar
á Hálsi, og áttu þeir ögmundur, sonur Þorvaldar, og
Guðmundur oft barnaleiki saman. Svo er sagt, að þá