Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 62
56
hafi Guðmundi jafnan verð gerð mítra og bagall,
messuföt, kirkja og altari og skyldi hann vera biskup í
leiknum, en ögmundi öx, skjöldur og vopn, og skyldi
hann vera hermaður.
Einföldustu barnaleikir benda oft á það, sem síðar
verður, og svo virðist sem einkennilegt samband sé
milli þeirra og starfa fullorðinsáranna.
Mikil vinátta tókst með þeim frændum Guðmundi og
Ögimmdi, og hún hélst altaf meðan þeir lifðu báðir, og
ögmundur varð síðar bæði sverð og skjöldur Guðmund-
ar í baráttu hans. —
Ingimundur, fóstri Guðmundar, var sjaldan lengi á
sama stað, hann fór frá einum bænum á annan og
festi hvergi yndi.
Hann giftist Sigríði Tumadóttur, en sambúð þeirra
var slæm, og honum tókst ekki að mynda eða eignast
neitt fast heimáli.
Þetta flakk, þetta rótleysi, hefur hlotið að hafa mikil
áhrif á alt uppeldi Guðmundar og skaplyndi. Hann á
aldrei neitt fast heimili, enga foreldra, sem vefja
hann að sér með blíðu og ástúð. En heimilið, foreldr-
arnir er það þó, sem mest áhrif hafa á barnið, og þar
fá menn oftast það, sem gefur þeim mesta fótfestu og
styrk í lífinu.
Ingimundi þykir vænt um Guðmund, og Guðmundur
elskar og virðir fóstra sinn, en þó finst mér, að hann
hljóti að hafa verið einstæðingur. Móðir hans er ekki
hjá honum. Það vantar hlýja og mjúka hönd, til að
strjúka burt tárin, hugga og vernda.
Hann er barinn fyrir yfirsjónir og reynt að beygja
mikla og óstýriláta skapsmuni hans.
En einmitt þessvegna veitist Guðmundi síðar svo
auðvelt að skilja þá, sem lítils eru virtir, hrjáðir og
hraktir — olnbogabörnin. Hann finnur til með þeim,