Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 63
57
elskar þá og gerir þeim alt það gott, sem hann getur, og
þeir líta upp til hans með þakklæti. Og hann gleymir
þeim ekki, þótt hann komist hærra í mannfélaginu. —
Guðmundur erfir víkingsskapsmunina frá föður sín-
um og frændum, og uppeldi og þau lífskjör, sem hann
á við að búa, hafa þau áhrif, að hann er ekki heilsteypt-
ur maður.
Hann á enga verulega rótfestu, en er undir hörðum
aga, sem reynir að beygja hann, en hefur þau áhrif, að
hann verður þver og þrár og fer sínar eigin leiðir. En
hann verður líka auðugur af heitum og viðkvæmum til-
finningum og fær betri skilning á kjörum annara.
Þegar Guðmundur var 19 ára gerðist atburður,
sem hafði mikil áhrif á líf hans.
Þeir ætluðu þá utan, hann og Ingimundur fóstri
hans, en hreptu óveður mikið og hrakti vestur að Horn-
ströndum, þar sem Skjaldabjarnarvík heitir. Komust
þeir í mikla lífshættu, fengu stór áföll á skipið, svo að
það var rétt með naumindum, að þeir gátu haldið því á
réttum kili. Þegar álögin voru afstaðin, var farið að
hyggja að Guðmundi, lá hann þá með brotinn fótinn um
borðstokkinn, og horfðu þangað tær sem hæll skyldi.
Bjuggu þeir þar um fótinn eftir því sem hægt var.
En þegar þeir komu undir land, þá var rætt um,
hvernig fara skyldi með Guðmund, og vildi einn af
skipverjum láta kasta honum fyrir borð, því að þeir
mundu eiga fult í fangi með að bjarga sjálfum sér, þótt
þeir færu ekki að stofna sér í hættu með því að bjarga
til lands fótbrotnum manni. En annar maður, Þórarinn
rosti, bað hann að mæla allra manna armastan og kvað
réttast, að honum væri hent útbyrðis.
Allir menn komust lífs af, sem á skipinu voru, en það