Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 64
58
braut í spón, og kom fátt til lands úr því, nema bóka-
kista Ingimundar.
Guðmundur var borinn á land og fluttur til læknis
þess, er Snorri hét, gerði hann við fót hans, svo vel sem
hann kunni. Hjá honum var Guðmundur um veturinn.
En honum leið illa. Kvöl, leiðindi og óþreyja, leyfðu
honum ekki að halda kyrru fyrir, og um vorið nálægt
páskum fór hann fótgangandi norður til Breiðabóls-
staðar, þar sem Ingimundur var, og stóðu þá leggja-
brotin út úr fætinum.
Guðmundur var ekki lengi á Breiðabólsstað, bein-
brotið vildi ekki gróa, og því fór hann til Helga Skelj-
ungssonar á Reykjanesi, sem þótti góður læknir. Bak-
aði Helgi fótinn, »og drógu tveir menn beinið úr fætin-
um áður en brott gengi, og var Guðmundur heill nær
fardögum«.
Ekki er þess getið, að hann hafi nokkurn tíma mælt
æðru orð, hvorki þegar hann fótbrotnaði eða þegar
beinið var togað úr fætinum. Og hann gengur langan
veg, svo að leggjabrotin standa út úr fætinum. Það er
auðséð á öllu, að hann er engin rola.
»Þrautirnar eru mörgum það mesta, þær meitla úr
skapinu það harðasta og versta«.
Víst er um það, að skap Guðmundar breytist mikið
við að þurfa að liggja í rúminu og þjást.
Það er heldur ekkert jafn átakanlegt fyrir unga
menn, eins og það að liggja og mega ekki stíga í fæt-
urna, en þá gefst líka oft góður tími til að hugsa um
lífið og gátur þess.
Þá finst svo oft hverflyndi gæfunnar, og alt það ytra
skrúð og skart verður einskis virði, hugsunin beinist
inn á við, trúin á æðri mátt vaknar, verður hreinni og