Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 65
59
einlægari, því að »í vetrarhríð vaxinnar æfi gefst ei
skjól nema guð«.
Á þessum árum eignast Guðmundur góðan og trygg-
an vin, Þorgeir son Brandar biskups.
Sjálfur sagði Guðmundur, að enginn óskyldur mað-
ur hefði verið sér jafn góður og Þorgeir. En hann fékk
ekki að njóta hans lengi. — Vorið 1185 var Guðmundur
vígður til prests af Brandi biskupi. Gaf Ingimundur
honum þá allar bestu bækur sínar, og messuföt.
Þetta sama vor fóru þeir tveir menn til Noregs, sem
Guðmundur unni mest, þeir Þorgeir biskupsson og Ingi-
mundur prestur, og sá Guðmundur hvorugan þeirra
eftir það.
Þorgeir andaðist sumarið eftir, veiktist á leiðinni
hingað frá Noregi og andaðist skömmu eftir að hann
var kominn í land.
»Það vottaði síðar Guðmundur Arason, að hann hefði
engis þess manns mist, að honum þætti jafn mikið að
missa, og það féll honum svo nær, að nálega mátti kalla,
að hann skiftist í annan mann að mörgu eðli síðan.
Hann gerðist þá mikill trúmaður í bænahaldi og tíða-
gerð, harðrétti og örlæti, að sumum mönnum þótti
halda við vanstilli, og ætluðu, að hann mundi eigi bera
mega alt saman, harðlífi sitt og óyndi af andláti Þor-
geirs«. (Biskupasögur). Eins og áður er sagt, var Ingi-
mundur utanlands, svo að Guðmundur stóð einn og vin-
um horfinn. —
í þyngstu mannlegum þrautum, sorg og söknuðí, á
örlagaþrungnum augnablikum, gerast oft byltingar í
tilfinninga og sálarlífi manna, byltingar, sem skilja eft-
ir djúp spor og verða til þess að marka lífsstefnu og
trú.