Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 66
60
Öll lífsreynsla Guðmundar leiðir til þess, að hann
verður innilegur og ákafur trúmaður, og hún veitir
honum einnig styrk til að þola og fórna fyrir trú sína.—
Þegar Guðmundur var barn að aldri, og Ingimundur
tók hann til kenslu og uppfósturs, var braut hans þeg-
ar ákveðin af vandamönnuim hans. Hann átti að verða
prestur. Hann hefir líka verið bókgefinn og veitst létt
að læra.
Svo segir í sögu hans: »Var hann þegar hvass í hug-
viti, og glöggrar greinar bæði til bækur og brjóstvitru,
ei síður til veraldar og landslaga, ef hann hefði það vilj-
að fága«.
Af þessum orðum er auðsætt, að hugur hans hefur
fljótt snúist að sálnænum og trúarlegum efnum; og
þegar búið er að vígja hann til prests, vígja hann í
þjónustu guðs, þá fer að fara orð af honum fyrir ölm-
usugæði og hjartagæsku við fátæka, og alt framferði
hans þótti sönn fyrirmynd.
Hann lá oft á bœn í kirkjum um! nætur, fastaði og ag-
aði sjálfan sig harðlega og var hreinlífur og siðprúður.
Aldrei voru færri en 7 ölmusumenn, sem hann sá um
og svo móðir hans, sem hann veitti mikla umhyggju alt
til dauðadags. Hann hjálpar þeim, sem hjálpar þurfa,
og er móður sinni ástríkur sonur. Alt það, sem hann
vinnur fyrir gefur hann burtu, neitar sér um öll lífs-
þægindi og allar nautnir. Annara vegna lifir hann fá-
tækur. Hann finnur gildi lífsins í starfi og fórnum.
í sögu hans er sagt, að enginn sá hann iðjulausan.
»Tíða í millum kendi hann klerkum, er feður gáfu undir
hans faðerni, eða skrifaði bækur með einkanlegri nyt-
semd. Því það gott, er hann fann í ókunnum letrum, las
hann að sér sem hin eigulegustu auðæfi, hljóður og at-
hugull var hann daglega, þýður og þekkur í máli, öllum