Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 67
mjúkur og mildur, er að honum lutu í nokkrum hlut.
Því unni honum hvert barn«.
Þetta er sú lýsing, sem Arngrímur ábóti gefur hon-
um. Við sjáum fyrir okkur hæglátan alvörumann. Hann
vill vera hreinn bæði fyrir guði og mönnum, liggur á
bæn um nætur, les og starfar um daga og kemur hvar-
vetna fram til góðs.
Hann gengur hljóðlega um, álútur og þungt hugs-
andi, »æ með hýrlegu yfirbragði«, og þegar hann sest
niður við skriftir skríða börnin upp á hnén á honum.
Smælingjar, fátæklingar og bersyndugir, rétta hend-
urnar til hans og blessa nafn hans.
Af vörum alþýðunnar hlýtur hann nafnið Guðmund-
ur »góði«. Þeir, sem hann hefur gert gott, gefa honum
það að launum; eins og lárviðarsveig, og það fylgir hon-
um æ síðan.
Guðmundur er einkennilegur maður í öllu lífi sínu
og háttum, og hann hefur haft óbilandi trú á því, að
gera mætti kraftaverk, ef menn aðeins tryðu eins og
mustarðskornið.
Hann er svo heitur og ákafur trú- og meinlætamaður,
að hann eignast meiri andlegan þrótt en algengt er, og
það líður ekki á löngu áður en hann gerir ýms krafta-
verk, með vígslum og yfirsöngvum.
Um hann leikur einkennilegur dularfullur ljómi, og
hann verður dýrlingur í augum alþýðu, þegar í lifenda
lífi.
Guðmundur hafði miklu meiri trú á ýmsum helgum
dómum, en áður gerðist. Hann safnaði þeim saman og
flutti með sér, og með þeim gerði hann svo mörg ótrú-
leg kraftaverk. Og trúin á mátt hans óx og margfald-
aðist, og honum sjálfum hefur aukist trú og styrkur við