Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 68
62
að finna, hvað aðrir ti’eystu honum og við það að sjá,
hverju hann fékk áorkað. Hann vígði björg og brunna.
Rak burtu alla óvœtti úr björgunum, svo að þeir áttu að
lokum engan griðastað. Alþýðan, sem hræddist tröll og
forynjur, tók þessu fagnandi, og hreinn sigurfögnuður
hennar er í þessum orðum, sem einn bergbúinn er lát-
inn segja: »Hættu að vígja Gvendur biskup, einhvers-
staðar verða vondir að vera«.
Svo voldugan mann hafði þjóðin eignast, að þessir
gömlu ógurlegu vættir urðu að láta undan síga og biðj-
ast griða með uppréttar hendur.
Arngrímur ábóti segir í drápu sinni um Guðm.:
»Djöfla keyrði hann út með afli
óða, hvar sem beiddust þjóðir,
flýja urðu fúnir draugar
flögðin gjörvöll undan lögðu«.
Það var alveg dæmalaus átrúnaður á því vatni, sem
Guðmundur vígði. Alstaðar, þar sem hann fór um!, var
hann beðinn að vígja vatn og brunna, það vatn þótti
alveg ómissandi á hverjum bæ. Alveg var sama, hvað
gekk að mönnum eða skepnum, alt batnaði, ef vatn Guð-
mundar var borið á eða drukkið.
Þegar ljósmat vantaði, brann það eins og besta lýsi.
Kona ein sótti það í léreftshúfu sína og bar heim til sín,
og lak þá húfan ekki einum dropa frekar en hið þétt-
asta kerald, og voru þó fimm bæir á milli. Það fór ekki
úr fötu, þótt hún skoppaði ofan háa f jallshlíð, og fleira
þessu líkt. Sú saga er jafnvel sögð af vatni Guðmundar,
að þegar eldur kom upp á biskupssetrinu, Hólum, þá
megnaði sjálfur Brandur biskup Sæmundsson, hvorki
með yfirsöngvum eða því vatni, sem hann hafði vígt, að
slökkva eldinn. En þegar helt var í hann vatni Guð-
mundar, sloknaði hann um leið.