Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 69
63
Þessi saga sýnir, að meiri trú var á mætti Guðmund-
ar, þótt hann væri óbreyttur prestur, heldur en bisk-
upsins sjálfs. Og í bænum sínum var hann máttugur.
Þegar hann kom til ekkjunnar, sem engan mat átti
handa barnahópnum sínum og hafði sett upp ketil yfir
eldinn og sauð þar í torf, til að friða börnin með því að
láta þau halda, að það væri ket, sem í katlinum syði, þá
varð það fyrir bænir hans, fyrir það að honum rann til
rifja neyð konunnar, að torfið breyttist í ket og flot
flaut ofan á vatninu.
Kirkja laukst sjálf upp fyrir honum' og lás sprakk
frá kistu, þegar hann blessaði yfir hana. öll þessi
undraverk höfðu svo mikil áhrif á hugi manna, að
sagt er, að Brandur biskup og margir fleiri hafi gert
Guðmund að skriftaföður sínum.
Þessar sögur um máttarverk Guðmundar sýna okkur
þá trú, sem alþýðan hafði á honum, en að hvað miklu
leyti þær erii sannar, getum við ekkert um sagt. Það er
þó víst, að eitthvað hefur legið til grUndvallar fyrir
þessum sögum, því að til er ein óbrigðul setning, sem
segir, að ekkert verði til af engu. Og ef hægt er að gera
kraftaverk með trú, fórnfýsi og kærleika til alls þess,
sem bágt á, þá hefur Guðmundur góði áreiðanlega gert
það. —
En miörgum þótti úr hófi keyi'a vald það, sem Guð-
mundur hafði yfir huga fólksins, og þó sérstaklega ölm-
usugæði hans, því að þótt hann hefði góðar tekjur, átti
hann aldrei neitt. Og svo munu þeir líka hafa verið til,
sem Öfunduðu hann af vinsældumun og frægðarorðinu.
Því var að minsta kosti komið til leiðar, að Brandur
biskup skifti um þing við hann og lét hann fá þau, sem
féminni voru. Og þá gerði biskup líka tilkall til bóka og
messufata í hendur honum, og kallaði staðinn á Hólum
eiga það sem arf eftir Ingimund prest.