Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 71
65
eld fara úr munni hans, miklu bjartari en hún hafði séð
slíkan fyr, og þóttist hún vita og allir þeir, er hún sagði
frá, að það væri heilags anda eldur, er hún ein hafði
séð«. — Á þessum tímum var trú fólks á ýmsa kynja-
viðburði og sýnir mjög mikil, en mér finst líklegast að
álíta, að Guðmundur hafi talað af svo miklum' eldmóði
og hita,* að konunni hafi þess vegna beinlínis virst eld-
ur koma úr munni hans.
En það var ekki eingöngu alþýðan, sem hreifst af
söng og ræðum Guðmundar, heldur einnig biskupar og
prestar landsins.
Þegar hann jarðsöng Ketilbjörgu nunnu, stóðu þeir
Gissur Hallsson og Páll biskup yfir á meðan, »og varð
sú þjónusta svo merkileg, að Gissur vottaði í tölu sinni
yfir gröfinni, að þeir þóttust ekki slíkan líksöng heyrt
hafa og virtu það henni til heilagleiks, að henni skyldi
slíks auðið verða.« — Þarna er það ekki hjátrúarfull
og fáfróð alþýða, sem talar, heldur lærðir menn, sem
bera gott skyn á það, sem þeir eru að dæma um.
Og þegar heilagur dómur Þorláks biskups var upp
tekinn, þá setti Páll Skálholtsbiskup Guðm. Arason
næst þeim biskupunum í allri sýslu, og réð hann mestu
um það, hvað sungið var.
Honum er þarna sýnd mjög mikil virðing, og varla
þarf að efast um, að hann hefur bæði verið smekkmað-
ur á söng og haft fagra rödd, og það hefur eflaust átt
sinn þátt í þeirri hylli, sem hann átti að fagna hjá al-
* Hér er þess að gæta, að Guðm. prédikaði ekki, svo sem tíðk-
ast við lúterska guðsþjónustu, en eldmóð sinn og hita gat hann
engu að síður í messugjörðina lagt í bænir sínar og söng.
A. S.
5