Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 72
66
þýðu. — Prestur var Guðmundur mjög eftirsóttur og
var þó sjaldan lengi á sama stað.
Hann ferðast og flakkar mikið, bæði meðan hann er
prestur og eins eftir að hann er orðin biskup, og þar
koma fram áhrifin frá æskuárunum, þegar hann fór
stað úr stað með fóstra sínum. Lengst var Guðmundur
prestur á Völlum í Svarfaðardal.
Eins og áður er getið, þótti mörgum nóg um, hvað
Guðmundur hafði miklar mætur á ýmsum helgum dóm-
um og kom því sama inn hjá alþýðu manna. Það má sjá
af því, sem sagt er um Stein prest, semi þótti bein Jóns
helga »óheilaglegt« og illa litt, og Þorstein Þraslaugar-
son, sem lést ekki vita, hvort þau bein, sem Guðmundur
lét menn kyssa á helgum dögum, vœru helgra manna
eða hrossbein, og það fé, sem sveitarmenn hétu og gáfu
guði og helgum mönnum, kallaði hann, að Guðmundur
tæki.
Sú málsókn hans gegn Guðmundi hefur að líkindum
verið vegna þess, að honum hefur fundist, að hann fá
þannig of mikið fé til umráða, og viljað sporna á móti
því. En þessar deilur urðu til þess, að Guðmundur fór
burt úr Svarfaðardal, en áður stefndi hann Þorsteini
tveim stefnum, annari um guðlöstun og hinni um það,
að hann kendi sér um stuld á heitfé manna.
Og á þingi sumarið eftir fékk Guðmundur sjálfdæmi
um málin.
Þegar Guðmundur var prestur í Svarfaðardal, var
það eitt sumar á þingi, að Halldóra abbadís Eyjólfs-
dóttir úr Kirkjubæ bað hann að ráðast þangað austur
til forustu með sér, og játaði hann því. Átti hún að
senda menn á móti honum um; sumarið. Guðmundur
fékk leyfi hjá báðum biskupunum, Brandi og Páli, til