Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 73
67
þess að fara, en þegar sveitamenn vissu það, vildu þeir
ekki missa Guðmund og báðu Brand biskup að banna
honum að fara burt; og það gerði hann, svo að Guð-
rnundur varð kyr í Svarfaðardal.
í þessu finst mér liggja ógæfa hans að nokkru leyti.
Á Kirkjubæ hefði hann notið sín vel, þar var starf
handa honum, og hefði hann farið þangað, er ekki víst,
að hann hefði nokkurntíma orðið biskup, en skaplyndi
hans var þannig, að í þá stöðu hefði hann adrei átt að
fara.
Árið 1201 andaðist Brandur biskup Sæmundsson, og
var þá Guðmundur Arason kosinn til biskups í hans
stað.
Kolbeinn Tumason á Víðimýri studdi kosningu hans,
og auðvitað hafði hann þar með sér fylgi allrar alþýð-
unnar. Það hefur oft verið sagt, að með því að láta
kjósa Guðmund til biskups, hafi hann ætlað sér öll yfir-
ráð bæði yfir leikmönnum og kennimönnum norðan-
lands, en það hygg eg þó, að ekki hafi verið aðalástæð-
an.
Móðurbróðir Kölbeins, Magnús Gissurarson, var í
kjöri um leið og Guðmundur, og þótt Kolbeinn beitti
/
sér ekki beint á móti kosningu hans, þá hefur hann þó
staðið á bak við þá, Hjálm Ásbjarnarson og aðra, sem
andmæltu því, að Magnús yrði kosinn. Ef Kolbeinn
hefði eingöngu haft í hyggju að fá völd, þá er líklegt,
að hann hefði stutt kosningu Magnúsar frænda síns
frekar en Guðmundar.
Kolbeini hefur að sjálfsögðu þótt gott, að Guðmund-
ur kæmist til valda, þar sem þeir voru tengdir og þá
vinir, en hitt held eg þó að hafi ráðið mestu, að Kol-
5*
L