Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 74
68
beinn áleit Guðmund mesta og andríkasta kennimann
Norðurlands. Og þótt hann vissi, að honum varð lítið
við hendur fast, vegna þess hvað hann var gjafmildur
og örlátur við fátæka, þá hefur hann hugsað sér að hafa
umsjón með eignum stólsins ásamt Guðmundi, og álitið
að þá myndi vel fara.
Guðmundur var miklu eldri maður en Kolbeinn. Þeg-
ar hann fór sem heimilisprestur að Víðimýri, var hann
um fertugt en Kolbeinn ekki nema 25 ára. Kolbeinn
vildi hafa Guðmund sem oftast á heimili sínu, og lagði
svo mikla virðingu og ástúð á hann, að »hann kallaði
hann að sönnu sannheilagan mann og sagði sjálfan sig
margar sönnur á því hafa«.
Líklegt er, að Guðmundur hafi haft nokkur áhrif á
Kolbein, því að hann er einlægur trúmaður og góður
maður, og bera vísur hans best vitni um það, enda ber
hann þar af flestum höfðingjum Sturlungaaldarinnar.
Þegar Guðmundur var kosinn til biskups, var hann á
ferð um Austurland.
Áður hafði Sigurður Ormsson á Svínafelli boðið hon-
um til sín, og voru þeir þar allir saman þrjár nætur,
Kolbeinn, Guðmundur og Sigurður. Þegar Kolbeinn fór
heim, fylgdu hinir honum á leið, en þegar þeir höfðu
skilið við Kolbein og snéru heim aftur, bað Sigurður
Guðmund að veita sér fylgi móti Sæmundi í Odda, ef
hann fengi einhver ráð í hendur norðan lands. Þóttist
hann sjá, að svo mikið væri yfir honum, að sér segði
hugur um það. Líklega hefur Kolbeinn verið búinn að
ráðgast um það við Sigurð, hvern best myndi vera að
kjósa, því að Brandur biskup lá þá fyrir dauðanum, og
hefur Sigurður því ætlað að tryggja sér fylgi Guð-
mundar í tíma. Seinna þegar Guðmundur frétti lát