Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 75
69
Brands biskups og kosningu sína, þá varð honum mijög
mikið um, jafnvel svo, að hann mátti hvorki neyta
svefns né matar. Hann reyndi líka að fá aðra presta til
þess að setjast í biskupssætið í sinn stað, en þeim fanst
sem flestum öðrum, að það myndi vera guðs vilji, að
hann yrði biskup.
Guðmundur vildi ekki verða biskup.
Hann vissi að mikið og vandasamt starf beið hans,
vissi hvernig aldarandinn var, vissi öllum betur, að
hann hafði ekki skap til að láta undan síga fyrir höfð-
ingjunum, hvað sem í skænst.
Það, sem einna mest hefur orkað á Guðmund, og
orðið til þess, að hann tók að lokum biskupskjöri, eru
eflaust draumur hans sjálfs, þegar honum þótti hann
vera kominn í kirkjuna á Völlum, og altarið falla í fang
sér, og svo draumarnir, sem Þorvarður gamli Þorgeirs-
son sagði honum, þegar hann var að fá hann til að taka
kosningunni. Guðmundur var svo trúaður á drauma og
fyrirburði, alt það, sem' dularfult var eða líkt og opin-
berun frá guði, að hann hlaut að verða nokkuð á báð-
um áttum. Honum hefur fundist, að með því að neita
að taka biskupskosningu væri hann ef til vill að brjóta
á móti guðs vilja.
En það er víst, að fyrir augum okkar hefði Guðmund-
ur staðið í meiri ljóma — ef til vill ekki minni en hinn
nafnkunni Frans frá Assisi, — ef hann hefði aldrei
verið neyddur til að verða biskup. —
Guðmundur vildi vita það áður en hann játaði kosn-
ingunni, hvort það væri vilji allra héraðsmanna. Þess
vegna var haldinn fundur á Víðimýri, til þess að ræða
aftur um biskupskosninguna, og urðu þá allir á eitt
sáttir, um að kjósa Guðm. Og þegar honum fanst, að
sér vera ómögulegt að skorast lengur undan, þá sagðist
hann heldur vilja hætta á með guðs miskunn, að játa