Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 76
70
þessum vanda, en ábyrgjast, að enginn yrði til kjörinn.
Þá sagði Kolbeinn: »Mæl þú allra manna heilastur«.
Og allir þökkuðu Guðmundi fyrir, að hann hefði látið
að óskum þeirra. »En um aptaninn þá var honum búið
hásæti, og bar Kolbeinn sjálfur mat fyrir hann og
breiddi dúk á borð fyrir hann, en er skjótt þurfti til að
taka, var dúkurinn slitinn, og ræddi Kolbeinn um:
»Mjög kennir nú dælleika af vorri hendi meir en verð-
leika þinna, er svo vondur dúkur er undir diski þínum«;
en biskup svaraði brosandi: »Ekki sakar um dúkinn, en
þar eftir mun fara minn biskupsdómur, svo mun hann
slitinn verða sem dúkurinn«. En Kolbeinn þagði við og
svaraði engu«. —
Guðmundur var ekki í neinum vafa um, hvaða merki
hann tæki upp, hann vissi einnig hvaða afleiðingar það
miyndi hafa fyrir sjálfan hann, að berjast fyrir völdum
kirkjunnar. Og í þessum látlausu orðum hans, er bæði
sársauki og beiskja.
Guðmundur settist nú að á Hólum, og fór Kolbeinn
þangað með honum og tók undir sig öll staðarforráð án
þess að spyrja biskupsefni nokkuð að. Kolbeinn vissi,
að Guðmundur var enginn fésýslu-maður og hefur því
hugsað, að best væri að hann tæki búsforráðin í sínar
hendur, en Guðmundur hugsaði um andlegu málin, og
haldið að þeir gætu þannig unnið saman í sátt og sam-
lyndi. En nokkuð hefur ráðríki Kolbeins gengið langt,
þegar Guðmundur fékk ekki að hafa tvo bróðursyni
sína hjá sér um veturinn, en Kolbeinn sat sjálfur á
staðnum með 7 menn. Og þó að Guðmundur vildi láta
gefa fátækum mönnum mat í þrjú mál, þá lét Kolbeinn
reka þá í gestahús og gefa þeim aðeins mat í eitt.
Ekki er þess getið, að þeir hafi átt í neinum illdeilum
um veturinn, Kolbeinn og biskupsefni, en kuldaleg hef-