Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 77
71
ur sambúðin verið, og gremja og óvild búið um sig
undir niðri, svo að á milli þeirra myndast breitt djúp.
Um veturinn, þegar Guðmundur ætlaði að ríða vestur
til Miðfjarðar til fundar við Rafn á Eyri, gekk Kol-
beinn til hans og mæltist til þess, að þeir legðu niður
þá l'æð, sem verið hafði með þeim um veturinn. Guð-
mundur þóttist ekki á neinn hátt hafa gert á móti Kol-
beini, og bað hann sjálfan, að bera ábyrgð á verkum
sínum.
Kolbeinn mælti: »Iivorutveggju mun nokkru hafa
um valdið, svo verður oftast; en nú er líklegt að vér
völdum meira um, enda viljum vér þá biðja þig fyrir-
gefningar, viljum vér og fyrirgefa þér, ef þú hefur í
nokkru oftekjur haft.« Biskupsefni svaraði: »Góð eru
góð orð, og munu þar nú hvorir duldir að sínum gern-
ingum, því að ek dyljumst við, að ek hafi við margt
oftekjur haft í vetur. Því ek hef eigi kosti átt.« Og
skildi þar með þeim. — Hvorugur vill fullkomlega
vægja fyrir hinum. Kolbeinn réttir hönd sína fram til
sátta, og hann viðurkennir, að það sé líklegt, að sökin
sé meiri hjá sér, en hann vill ekki vinna það til sátt-
anna, að segja að alt ósamlyndið sé sér að kenna.
Og Guðmundur, sem er tilfinningaríkur og æstur, og
hefur bælt niður gremju sína um veturinn og látið Kol-
bein fara sínu fram, getur ekki tekið sáttaboði hans og
finnur enga sök hjá sér. Hann gat ekki tekið því með
stillingu, að vilji hans væri brotinn á bak aftur og
gengið fram hjá honum eins og þi’æli, þar sem hann
átti þó að vera sá er réði. —
I æðum Guðmundar ólgaði blóð feðra hans, víking-
anna ráðríku og hefnigjörnu. Jafnvel á hjarta hans,
semi var svo auðugt af kærleika og rúmaði alla þá, sem
bágt áttu, hafði andi kristninnar enn ekki haft þau á-