Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 80
74
kirkjunnar kemur fyrst hingað til lands með Þorláki
biskupi Þórhallssyni og svo með Guðmundi Arasyni,
báðir reyna þeir að losa kirkjuna undan valdi leik-
manna. —
Guðmiundur kom til stólsins 1203, þá 42 ára gamall,
og tók hann þá við kennimannaforráðum og stjórn fyr-
ir norðan land.
Sigurður Ormsson hafði ekki verið nema tvo vetur á
Ilólum, þegar Guðmundur lét hann fara til Múnkaþver-
ár og hressa þar upp á staðinn, og síðar að Möðruvöll-
um. Var þá gott með þeim í fyrstu en fór síðar út um
þúfur, svo að biskup bannfærði hann. Það leið ekki á
löngu áður en Guðmundur komst í deilur við höfðingja
nyrðra, sérstaklega Kolbein, því báðir voru ráðríkir, og
hefur Kolbein líklega aldrei grunað, að biskup mundi
verða honum jafn andvígur og raun varð á. Upphafið
að ósamlyndi þeirra var, að Kolbeinn hafði prest, er Ás-
björn hét, fyrir sökum um fornt fémál, og töldu sumir
þá fjárheimtu eigi rétta. Prestur sótti biskup að sínu
máli, og þóttist biskup eiga dóm á honum og kallaði
hann frjálsan fyrir Kolbeini. Guðmundur vill gera
kirkjuna að einskonar ríki í ríkinu og algerlega lausa
undan dómsvaldi og afskiftum leikmanna og lögum
landsins, hann vill að »guðs lög« komi í staðinn fyrir
landslög. En Kolbeinn sækir prestinn að landslögum
»til útlegðar og dauða«.
Þegar málið var dæmt á alþingi, gekk biskup til dóms
í fullum skrúða og fyrirbauð að dæma prestinn, en mál
hans var dæmt engu að síður. Þessu reiddist biskup og
bannaði Kolbeini og dómendum í málinu alla guðsþjón-
ustu en tók klerkinn til sín.
Um haustið veitti Kolbeinn Guðmundi heimsókn og