Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 82
76
nýrrar sundrungar og málaferla, og deilan harðnaði
eftir því, sem leið á sumarið.
Kolbeinn hélt fram landslögum en biskup útlendum
kirkjulögum, »guðslögum«.
Kolbeinn safnaði liði og ætlaði að heyja féránsdóm
að Hólum, en biskup var fáliðaður fyrir, svo að honum
var ráðlagt að fara burt norður í sýslu sína. Dreif þá
að honum margt lið bæði óþjóðalýður og röskir menn.
En í þessari ferð biskups gerðist tvent, sem hafði á-
hrif á sögu hans.
Fyrst var það, að menn hans rændu á Gásum, og svo
tók biskup úr klaustrinu á Möðruvöllum bæði skrín og
helga dóma, því að honum þótti það ómaklega komið í
höndum bannsettra manna, eins og Sigurðar Ormsson-
ar. Og þetta varð til að æsa höfðingja gegn honum.
Kolbeinn dró að lokum saman mikið lið og fór að
biskupi í sept. 1208, og ætlaði þá að láta til skarar
skríða. Tjáði þá ekkert að leita um sættir, því að Kol-
beinn vildi ekki annað, en að þeir, sem sekir voru, væru
fengnir í vald hans, en það vildi biskup ekki, nema þeim
væri heitið griðum. Þá var þess beiðst, að biskup fengi
að ríða af staðnum með menn sína í friði, en þótt Kol-
beinn játaði því ekki, tóku þeir það ráð.
Var þá öllum klukkum á staðnum hringt til aftan-
söngs, og er svo sagt, að Kolbeinn heyrði ekki klukkna-
hljóðið.
Þegar biskup reið burt, sagði Brúsi prestur við Kol-
bein: »Þar ríður biskup af staðnum með virðingu ykkar
beggja«. Þetta þoldi Kolbeinn ekki, hann fann að hér
varð að ganga hreint til verks og annar hvor varð að
bera sigur úr býtum. Því snéri hann á eftir Guðmundi,
reið í veg fyrir menn hans, og laust þá þegar í bardaga.
Bardaginn stóð ekki lengi, því að Kolbeinn fékk steins-
högg á ennið og varð óvígur, en menn hans lögðu á