Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 83
77
flótta, er foringinn var fallinn. — Kolbein beiddist
prestsfundar og fór biskup strax til hans, og þar sætt-
ust þeir heilum sáttum. Kolbeinn var þá langt leiddur
og andaðist skömmu síðar. —
Dauðinn einn var fær um að leggja hendur þeirra
saanan í sátt og íyrirgefningu. —
Sá vitnisburður, sem Kolbeinn gefur Guðmundi, höf-
uðandstæðingi sínuin, sýnir hve mikill drengskapar-
maður hann er. í einni af vísum sínum mn Guðmund
segir hann:
--------»Ræður guðs laga greiðir
geðbjartur, snöru hjarta,
hræðist hinna prýði
hann, en vætki annað.«
Kolbeinn hefir þarna á allan hátt látið Guðm. njóta
sannmælis. Þessi fallega vísa er einhver besta lýsing á
Guðmundi, eftir því sem hann kemur mér fyrir sjónir.
Það er líka eftirtektarvert, að Kolbeinn sækir eingöngu
heimamenn biskups til sektar, en hlífir honum sjálfum.
Kolbeini hefir fallið þungt að þurfa að láta til skarar
skríða með sér og biskupi, en hann var eins og knúinn
til þess. Baráttan á milli þeirra var ekki eingöngu bar-
átta tveggja manna fyrir valdi og réttindum, heldur
barátta íslenskrar fornkirkju og miðaldakirkjunnar
um það, hver ætti að verða sú ríkjandi í þjóðlíf-
inu.------
En þó að Kolbeinn væri fallinn frá, voru deilur Guð-
mundar ekki á enda, aðrir höfðingjar tóku upp merki
Kolbeins.
Guðmundur lagði þung gjöld á þá, sem fylgt höfðu
Kolbeini og var þar all kröfuharður, og menn hans, sem