Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 84
áttu að innheimta þau, voru oft engir friðsemdannenn,
heldur rændu og meiddu bændur. Vakti það illan kur
hjá þeim að vera þannig kúgaðir eftir að hafa látið
höfðingja sinn, og kendu þeir biskupi um. Arnór
Tumason tók við ríki í Skagafirði eftir bróður sinn. Og
vorið 1209 fóru þei'r Arnór, Þorvaldur í Hruna, Þor-
valdur Vatnsfirðingur o. fl. höfðingjar og ráku biskup
af stólnum.
Þá var engin miskunn sýnd, en flestir drepnir, sem
eitthvert viðnám veittu.
Sveinn Jónsson, einn af mönnum biskups, var þá af-
limaður á höndum og síðan hálshöggvinn, eftir beiðni
hans sjálfs.
Þar er sambland af meinlætum katólskrar trúar og
karlmensku víkingsins, og sýnir, hvað áhrif Guðmund-
ar voni mikil á þá, sem með honum voru.
Eftir bardagann bauð Snorri Sturluson Guðmundi
til sín suður til Reykjaholts, og var hann þar um vetur-
inn, og annan á Stað í Steingrímsfirði, því að Arnór
varnaði honum að komast til Hóla.
Eftir að Kolbeinn er fallinn, á Guðmundur ekki leng-
ur í höggi við heiðarlega andstæðinga, heldur menn,
sem einskis svífast. Og í raun og veru er öll saga Guð-
mundar, eftir að hann verður biskup, saga sorga, bar-
áttu, hrakninga og kvala, að minsta kosti ef litið er
fljótt yfir hana í heild. En eflaust hefir hann í öllum
þessum hörmungum átt sínar gleði stundir. Þakklætis-
tár þeirra, sem' hann miskunnaði og gerði gott, hafa
verið lífdögg á sál hans, og bros þeirra græðandi sól-
skin. Og starf hans fyrir smælingjana hefur gefið hon-
um mátt til að standa uppréttum þrátt fyrir alt. —
Það er ekki ætlun mín að rekja hér allar deilur Guð-