Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 86
80
varð að flýja suður til Odda. En eftir dauða Arnórs fór
hann til Hóla, en varð þó brátt að hröklast þaðan og- út
í Málmey fyrir Tuma Sighvatssyni, sem þá varð höfð-
ingi þeirra Skagfirðinga.
Guðmundur varð að reyna margt síðari hluta æfi
sinnar. Menn hans drápu Tuma, þrátt íyrir það, þótt
hann bæði þá að gera það ekki, og þess vegna varð hann
að flýja til Grímseyjar, þangað eltu þeir Sighvatur og
Sturla hann til að hefna Tuma. Og þar voru menn
biskups brytjaðir niður vægðarlaust. Margur hraustur
drengur var þá með Guðmundi eins og t. d. Eyjólfur
Kársson, sem féll eftir fræga vörn, og Aron Hjörleifs-
son, sem barðist eins og hetja, og komst þó að lokum
lífs af úr bardaganum.
Það voru fleiri, en flakkarar og betlarar, sem fylgdu
biskupi og elskuðu hann.
Þegar bardaganum var lokið, tóku þeir feðgar Guð-
mund og höfðu burt á skip með sér og sigldu til lands.
Þá á Guðmundur að hafa fórnað höndum til himins
og mælt: »Hefn þú nú drottinn, eigi má vesalingur
minn«.
Þetta er í það eina skifti svo getið sé um, sem Guð-
mundur hrópar hefnd yfir andstæðinga sína, og einhver
hefir beðið öðrum óbæna fyrir minni sakir. En einmitt
þennan dag skall á svo mikið óveður, að mörg af skip-
um þeirra Sturlu og Sighvats týndust, og þessvegna
hafa orð Guðmundar geymst svo, að það hefur verið
skoðað sem hefnd frá guði.
Eftir þetta er saga Guðmundar lítt merkileg. Ýmist
er hann heima á Hólum eða hann er rekinn þaðan burtu
og fer um landið með skjólstæðingum sínum.