Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 87
81
1229, þegar hann ætlaði að fara heim á staðinn, þá
sat Kolbeinn Arnórsson fyrir honum með flokk manna
og rak alt liðið frá honum, nema tvo klerka. Lét hann
biskup síðan fara heim til Hóla, og var hann þar tekinn
í nokkurskonar varðhald. Var hann í einni stofu og
klerkarnir hjá honum, og þar svaf hann, mataðist og
söng allar tíðir. Fékk Guðmundur engu að ráða, og
varla, að hann ntóetti gefa nokkra ölmusu, og það hefir
honum líklega fallið þyngst af öllu.
Ellin færðist yfir hann, hann varð hrumur og sjónlít-
ill og var aldrei lengi í burtu frá Hólum eins og áður
var vani hans. Síðast varð hann alveg sjónlaus og and-
aðist í marsmánuði 1287. — Fátæklingarnir mistu vel-
gjörðamann sinn, aumingjarnir verndara, og kirkjan
þann, sem barðist fyrir völdum' hennar.
En baráttunni var ekki lokið, aðrir tóku við þar, sem
Guðmund þraut, og með alþingissamþyktinni árið 1253,
þar sem ákveðið er, að þar sem guðslög og landslög
greini á skulu guðslög ráða, er lagður grunnurinn að
veldi íslensku kirkjunnar á 14. og 15. öld.
Þær hugsjónir, sem Guðmundur barðist fyrir, sigr-
uðu að lokum, þótt hann bæri ekki gæfu til að sjá það.
Það er ef til vill ekki undarlegt, þótt okkur virðist
Guðmundur biskup Arason þröngsýnn og ofstækisfull-
ur kirkjunnar maður, en þegar við, reynum að setja
okkur í spor hans og minnast þess, á hvaða tíma hann
var uppi, þá getum við skilið, hvers vegna hann fór
ekki þá leið, sem að líkindum hefði orðið landi og lýð til
meiri heilla. —
Það, sem biskup og höfðingja greinir á um, er al-
mennur réttur katólskrar kirkju og landslögin. Og rétt-
6