Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 88
82
ur kirkjunnar var helgasta málið í augum Guðmundar
og fyrir því barðist hann. En með því klýfur hann það
samband, sem var á milli ríkis og kirkju, svo að Nor-
egskonungur átti léttara með að ná íslandi undir sig.
Þeir, sem með Guðmundi voru, skeyttu ekkert um lög
landsins, og þeir, sem á móti honum voru, skeyttu ekk-
ert um lög kirkjunnar. Þangað liggja næturnar á upp-
lausninni á 13. öld.
Guðmundur hefur eflaust haft mikil áhrif á fleiri en
einn hátt.
Við megum ekki eingöngu líta á það, að hann hefur
orðið til þess að auka sundrungina og ófriðinn og gera
kirkjuna að þeim bjálka, sem ætlaði að sliga íslenska
ríkið. Orðið til þess vegna skapsmuna sinna, uppeldis
og eg vil segja örlaga, vegna þess að aðrir vildu ráða
yfir honum og þóttust með því gera gott verk, og vegna
þess að liann var misskilinn og það, sem hann vildi vel
gera.
Við verðum líka að muna það, að hann hefur vakið
lotningu og hrifningu hjá þjóðinni fyrir æðra mætti,
trú og kraftaverkum. Og hann er sönn fyrirmynd fórn-
fýsi, mannkærleika og hreinleika, einmitt á þeim tím-
um, þegar grimd, svik, eiðrof og siðspilling er á hæsta
stigi. Og þótt okkur virðist dýrkun helgra manna og
dóma óskynsamleg og lítilsverð í fljótu bragði, þá kom
það síðar í ljós, hvað óheillavænlegar afleiðingar það
hafði, að taka þetta alt af alþýðunni. Þegar Lútherstrú
er lögleidd og dýrkun helgra manna afnumin, þá líður
ekki á löngu, þar til allskonar hjátrú og galdratrú fer
að grafa um sig og fylla huga þjóðarinnar með æði og
trylling. Þá hefjast galdraofsóknir og brennur, sem