Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 89
,83
altaf verða eins og dökkur bruna og blóðblettur í sög-
unni: svarti galdur kemur í stað hvíta galdurs.
Dýrlingatrúin átti sér djúpar og fastar rætur í huga
þjóðarinnar, og ef til vill hefur trúin aldrei orðið eins
heit og einlæg og einmitt í katólskum sið. Og að
minsta kosti gat hún skapað jafn dýrar og ósviknar
perlur og Lilju Eysteins, þar sem trú og djúpri lotning
andar úr hverju orði.
»Sitt er hvað gæfa og gjörfuleiki«.
Guðmundur Arason virðist hafa fengið miklar gáfur
og mika hæfileika í vöggugjöf, en í eðli hans voru svo
miklar andstæður, að hann gat ekki orðið gæfumaður.
Brennheit trú, viðkvæmni og djúp tilfinning fyrir
þeim, sem bágt áttu, og hinsvegar þrályndi og ráðríki
— víkingslundin, gerði líf hans alt að molum. Verk
hans eru þannig, að það er ekki gott að dæma þau, og
við vitum heldur ekki vel, hvað eftir hann liggur. En
það er beinlínis sagt í sögu hans, að hann skrifaði bæk-
ur. Þeir voru líka vinir Snorri Sturluson og hann, og
sennilegt finst mér, að hann hafi verið rithöfundur.
Guðmundur er heilan vetur í Reykholti og mér finst
ekki ósennilegt, að hann hafi þá skrifað eitthvað af
þeim fornsögum okkar, sem enginn veit, hver er höf-
undur að, en um það er auðvitað ekkert hægt að full-
yrða. —
Við sjáum eklci ávöxtinn af verkum Guðmundar.
Hann lagði gull í lófa bágstaddra og umkomulausra
aumingja, og fyrir það var hann hrakinn og landflótta.
En ef til vill hefur hann þó, með því að breyta við þá,
sem hann hitti á leið sinni eins og bræður sína, hvernig
svo sem fortíð þeirra var, og hvernig sem þeir litu út,
6*