Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 101
mesta svölun og næringu til jurtanna, sem vaxa við far-
veg hans?
En um leið og barnið vex frá bernsku til æsku, og
það finnur þrótt sinn aukast, verður vaxtarþrá þess
voldugri og meir sjálfs sín vitandi. Og öll sönn æska
þráir einnig að skapa ný skilyrði fyrir aukinn vöxt,
jafnframt því sem hún keppir eftir eigin þroska.
Ef hún sér lítið blóm, sem er veikt og ræður sér ekki
í stonninum, af því að það hefur flýtt sér svo mjög að
teygja sig móti lífgjafa sínum, sólinni, að það hefur eigi
gætt þess, að leggja að sama skapi í gildleik sinn, þá
langar hana, til að leggja fram hönd því til hjálpar,
svo að það fái staðist storm og kólgur. Og ef hún sér
blásinn mel eða bera kletta, sem hafa sprungið og mol-
ast, af því að enginn jarðvegur klæddi þá, fær hún
löngun til að græða sárin og klæða landið.
Hvert sem litið er bíða verkefnin eftir fórnfúsum
starfandi hug og hönduml Land okkar og þjóð kalla. En
verkefnin eru mörg og margvísleg, og við þráum að
finna það, sem best samrýnist kröftum okkar og eðli.
Og þá koma spurningarnar í hugann hver af annari:
Eftir hverju eigum við að sækjast? Á hvern hátt fá-
um við best þroskað það pund, er okkur var fyrir trú-
að? Hver eru þau störf, sem mest gildi hafa í sér fólg-
in? Og hverjar eru þær dygðir, er best geta stutt
þroska okkar og manngildi? Því að öll viljum við vera
»vaskir menn og batnandi«.
Alt frá barnæsku hefur okkur verið bent á ýmsar
dygðir, og því yrði víst seint lokið, éf við færum að telja
upp allar þær, sem við þráum að tileinka okkur. En
gjafmildi og fórnfýsi eru þó fegurstar þeirra allra og
eftirsóknarverðastar. Af þeim geta allar hinar dygðirn-
ar sprottið, og þá um leið hamingja þess, er þær hefur
öðlast. Skáldið sem segir, »eitt bros getur dimmu í