Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 102
96
dagsljós breytt«, þekkir vel, hvern undramátt hin sanna
gjafmildi á.
Hlýtt handtak, alúðlegt bros, vingjarnlegt augnaráð,
hver gjöf, sem hlýr hugur fylgir, hversu smá, sem hún
kann að virðast, eru alt ómetanleg auðæfi, er við þörfn-
ust og þráum. En þó finnum við ekki fullsælu í því einu
að þiggja. Það er margfalt meiri hamingja í því fólgin,
að geta gefið af heilum hug og án þess að ætlast til end-
urgjalds. Það fer líka oftast svo, að það, sem gefið er af
mestri óeigingirni ber fegurstan ávöxt. Þegar Steinunn
vildi gefa Álfi frá Vindhæli lamb, sem hann gæti gefió
ást sína og umönnun og gleymt sjálfum sér í gleðinni
yfir því, að sjá það dafna, því meir sem hann færði því
af dýrmætum fórnum, var það vegna þess, að reynslan
hafði kent henni, að í fórnfúsum störfum sínum finna
menn mesta hamingju.
Hvervetna, þar sem' lögð er hönd á plóginn, til að
hjálpa lífi upp í dagsljósið, styðja að vexti þess og
þroska, eru menn að vinna í samræmi við hið eilífa
vaxtarlögmál og um leið að vinna að sjálfsþroskun
sinni á auðnuríkastan hátt, glæða guðsneistan í sál
sinni. Og ef við gætum þess jafnan, að dagurinn á
morgun ber ætíð blæ af deginum í dag, höfum við það
fremur hugfast, að eins og við sáum svo munum við
einnig uppskera. Og í því er einmitt leyndardómur lífs-
ins fólginn.
Hver sá, sem' stráir geislum yls og birtu á veginn um-
hverfis, réttir hjálparhönd hverri heilbrigðri, fagurri
viðleitni, lyftir undir lamaðan væng, eða losar á ein-
hvern hátt um höftin, sem vilja kyrkja vöxtinn og
halda honum! niðri, er á réttri leið til hins æðsta þroska.
Fyr eða síðar verður hver og einn að velja sér kjör-
svið í lífinu, og því fyr sem við finnum þá köllun, sem
við framar öðru eru sköpuð fyrir, því betur. En lífið er