Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 103
97
fjölbreytt og krefst margra fórna, enginn veit æfina
fyr en öll er, og í æsku þurfum við fyrst og fremst að
stefna að því, að þroska okkur sem fjölbreytilegast, svo
að kraftur okkar verði sem mestir, þegar hinn eigin-
legi starfsdagnr- kemur, hver sem störf okkar kunna að
verða. Hver sannur verkamaður getur fundið gleði í
hvaða starfi sem er, hann getur lært þá list að vaxa
með störfum sínum. Því að það, sem mestu skiftir, er
eigi hvert starfið er, heldur með hvaða hug það er unn-
ið, og þeir, sem vilja finna lykilinn að sannri vinnu-
gleði, mega ekki rækja störf sín aðeins með hagnaðar-
von í huga, því að þá missa störfin þroskamátt sinn.
Til þess að skilja þetta betur, getum við hugsað okkur
tvo bændur, sem hafa sömu aðstöðu, til að starfa að
búskapmmi á jörðum sínum, eiga báðir alt »undir sól
og regni« og styrk sinnar eigin handar. Báðir vilja þeir
efla velferð og þroska sjálfs sín og sinna, en leiðirnar,
sem þeir velja eru gerólíkar. Annar hyggst að ausa
sem fyrst og mest af þeim auðlindum, sem' jörðin hans
geymir, og þó með sem minstu erfiði og tilkostnaði.
Hann skoðar jörðina aðeins sem féþúfu, og það varðar
minstu, hvernig um hana er hirt, aðeins ef hún gefur
af sér nógan arð í svipinn. Hann hirðir eigi um að und-
irbúa jarðveginn fyrir næstu kynslóð, og fyr en varir
fýkur í slóð hans, og hann missir sjónar á hamingju
lífs síns. Og að lokum sér hann — og þó um seinan —
að hann hefur borið pund sitt »vaxtalaust um hauður
og haf«, vegna þess, að hann átti ekki þá fórnfýsi, sem'
störfin krefja, ef þau eiga að bera ávöxt.
En hvert liggur vegur hins bóndans? Hvar hefur
hann merkið, og hvert er stefnt? Hans auga er næm-
ast fyrir öllu, sem rétta þarf hjálparhönd til vaxtar.
Hann æðrast eigi yfir því, þótt túnið hans sé í fyrstu
7