Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 106
Ræða
við skólasetningu 1926.
Heimamenn og gestir!
öll ykkur, sem hingað eruð komin, býð eg velkomin.
En ykkur gestina verð eg að biðja afsökunar á því, að
ekkert það, sem eg segi hér, verður til ykkar talað, né
þessvegna sagt, að þið eruð hér. Og við ykkur nemend-
ur mínir, sem hér hafið áður verið, hef eg ekkert annað
að segja, en að einmitt þið eruð sérstaklega velkomin
hingað. Það er við ykkur, sem hér komið í fyrsta sinn,
sem mér finst eg þurfa að tala nokkur orð. Það getur
miklu skift, að þið getið fljótt skilið, að hverju hér er
stefnt.
Eg vil fyrst drepa á tvö atriði, sem allir nemendur
verða að læra að skilja, við hvaða skóla, sem þeir
stunda nám: Þið megið ekki vænta ykkur hér nokkurs
þroska eða menningar fram yfir það, sem þið aflið ykk-
ur sjálf, og þið megið ekki vænta þess, að þessi skóli
verði góður skóli, nema þið hvert og eitt leggið ykkar
skerf til þess. Árangur og gildi hvers skóla er jafnan
meira á valdi nemenda en kennara, en mestu varðar þó,
að þar á milli sé góð samvinna og bygð á skilningi á
báðar hliðar. Eg hef að vísu ástæðu til að gera mér von-
ir um, að í vetur verði hér ánægjulegri og betri skóli en
eg hef áður haft, því að nú kemur hér í fyrsta sinn stór