Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 107
101
hópur nemenda, sem er öllu kunnugur og er ráðinn til
stuðnings og samvinnu. En þó að slíkt sé mikils virði,
er það þó ekki nóg. Ekki þarf mikið til að gera mis-
ræmi í skóla eða heimili, og því getur ekki í besta lagi
tekist, nema allra kraftar og allra hugir snúist að því
sameiginlega og í einingu.
Eg vil ræða þetta hvorttveggja nokkru nánar, til þess
að reyna að gera ykkur það ljóst. Eg veit það bæði af
eigin reynslu og vitnisburði fjölmargra mætra manna,
sem aflað hafa sér sjálfstæðs þroska, að öll sönn ment-
un er raunar fyrst og fremst sjálfsmentun. Hver maður
verður að vísu fúslega og með þakklæti að minnast
þess, að margur hefur leitt hann á veg og rétt honum
hönd, en þó hefur hann engu að síður allan sinn þroska
unnið með starfi sjálfs sín. Hitt er þó enn ljósara, að
hver vanræksla hefur sett skarð í þann þroska, og það
skarð er því stærra, sem það er mikilvægara, sem van-
rækt hefur verið. Hver maður getur sagt við sjálfan
sig: Það sem eg er, á eg því að þakka, sem eg hef gert,
það, sem. mig skortir, er því að kenna, sem eg hef látið
ógert. Hver maður á að vísu sína ættarfylgju, upplagið.
En engin ættarfylgja er svo góð, að hún geri nokkurn
að þroskuðum manni án starfs og baráttu, og engin
ættaríylgja er svo ill, að ekki megi nokkuð gott úr
henni gera. Skilyrði alls árangurs og þroska er við-
leitni, starf, barátta. Það tel eg mér mikla gæfu, að
þetta vissi eg ungur. Því hef eg líka að mestu losnað við
það, að saka aðra um eigin glöp og óhöpp.
En ef öll mentun er sjálfmentun, til hvers eru þá
skólar og hvers vegna eigum við að sækja þá? Það er
full ástæða til að spyrja svo, þó að ekki væri annars
vegna en þess, að margur hefur á skólavist tapað miklu
meira en því fé, sem hann hefur til hennar varið. Oft
hefur fjárhagslegi tilkostnaðurinn vei’ið smámunir hjá