Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 109
103
herðum, og síst af öllu eigum við að liggja á liði okkar.
En við verðum líka að forðast að gera of mikið. Það
væri háskalegt, ef við vildum telgja ykkur sem tré eða
sníða ykkur sem klæði. Því mega kennarar eigi gleyma
og enn síður nemendurnir sjálfir, að þeir — nemend-
urnir — eru lifandi verur, sem bera ábyrgð á eigin lífi.
Því er það með ráðnum hug gert, að hér verður svo
mikið lagt í ykkar hendui', nemendur: stjórn skólans að
miklu og vald til að velja mn nám, þegar þið hafið feng-
ið undirbúning til þess.
Þetta megið þið samt ekki skilja þannig, að ekkert
verði litið eftir starfi ykkar eða stjórn. Ykkur verða
settar nokkrar óbrotnar heimilisreglur, og eftir þeim
verður gengið, að þeim verði fylgt skilyrðislaust. Þetta
verður ekki gert sökum ráðríkis, heldur af nauðsyn.
Það tel eg skyldu okkar kennaranna, að gæta þess, að
þið vinnið hvert öðru svo lítið tjón, sem unt er. Hver,
sem vill stunda nám sitt af alúð, og hver, sem vill hvíl-
ast þreyttur, verður að fá það. En á svo margmennu
heimili sem' þessu, verður slíkt aðeins veitt í skjóli
fastra regla og öruggrar stjórnar. Það verður að ganga
að því sem gefnu, að þið hafið hingað komið með ein-
lægan hug til að afla ykkur þroska. Því verður líka að
drepa á dreif dutlungum, sem vega gegn þeim vilja
ykkar. En um slíkt verður þó meir að kenna leiðbein-
inga en stjórnar.
Gildi hvers skóla fer eftir því, hversu heilbrigður og
eðlilegur þroskinn er, sem nemendurnir afla sér þar.
En allur þroski kemur að innan, vex upp af þroskaþrá
og viðleitni sjálfra okkar. Þá viðleitni ber okkur kenn-
urunum að glæða hjá ykkur og vísa henni til vegar. En
viðleitnin sjálf, starfið, verður sjálfra ykkar. Með því
væruð þið alt of lítils metin, ef haldið væri um hönd
ykkar eins og barns, sem er að byrja að draga til stafs.