Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 109

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 109
103 herðum, og síst af öllu eigum við að liggja á liði okkar. En við verðum líka að forðast að gera of mikið. Það væri háskalegt, ef við vildum telgja ykkur sem tré eða sníða ykkur sem klæði. Því mega kennarar eigi gleyma og enn síður nemendurnir sjálfir, að þeir — nemend- urnir — eru lifandi verur, sem bera ábyrgð á eigin lífi. Því er það með ráðnum hug gert, að hér verður svo mikið lagt í ykkar hendui', nemendur: stjórn skólans að miklu og vald til að velja mn nám, þegar þið hafið feng- ið undirbúning til þess. Þetta megið þið samt ekki skilja þannig, að ekkert verði litið eftir starfi ykkar eða stjórn. Ykkur verða settar nokkrar óbrotnar heimilisreglur, og eftir þeim verður gengið, að þeim verði fylgt skilyrðislaust. Þetta verður ekki gert sökum ráðríkis, heldur af nauðsyn. Það tel eg skyldu okkar kennaranna, að gæta þess, að þið vinnið hvert öðru svo lítið tjón, sem unt er. Hver, sem vill stunda nám sitt af alúð, og hver, sem vill hvíl- ast þreyttur, verður að fá það. En á svo margmennu heimili sem' þessu, verður slíkt aðeins veitt í skjóli fastra regla og öruggrar stjórnar. Það verður að ganga að því sem gefnu, að þið hafið hingað komið með ein- lægan hug til að afla ykkur þroska. Því verður líka að drepa á dreif dutlungum, sem vega gegn þeim vilja ykkar. En um slíkt verður þó meir að kenna leiðbein- inga en stjórnar. Gildi hvers skóla fer eftir því, hversu heilbrigður og eðlilegur þroskinn er, sem nemendurnir afla sér þar. En allur þroski kemur að innan, vex upp af þroskaþrá og viðleitni sjálfra okkar. Þá viðleitni ber okkur kenn- urunum að glæða hjá ykkur og vísa henni til vegar. En viðleitnin sjálf, starfið, verður sjálfra ykkar. Með því væruð þið alt of lítils metin, ef haldið væri um hönd ykkar eins og barns, sem er að byrja að draga til stafs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.