Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 110
104
En þegar vandsiglt verður um of, þá skal okkur kenn-
urunum ánægjan mest, að koma upp í bátinn ykkar og
vísa til hafnar.
Þið, sem komið hingað í fyrsta sinn, gleymið því
aldrei, að þið eigið mest undir sjálfum ykkur, hversu
mikið ykkur verður úr vetrinum. Og ef þið viljið njóta
svo mikils góðs af okkur kennurunum sem unt er, þá
verður samvinnan við okkur að vera góð. Til þess vilj-
um við gera alt, sem í okkar valdi stendur, en einir
getum við ekki haft vald á því, enda verðum við margs
að gæta. Við ykkur sem hér hafa áður verið, þarf eg
ekki um þetta að ræða. En eitt bið eg ykkur að gera,
sem getur orðið okkur kennurunum' að gagni og skól-
anum öllum: látið okkur hreinskilnislega og í ein-
lægni vita, ef ykkur finst við ekki gera skyldu okkar,
eða það, sem þið hafið af okkur vænst.
Eg hef nú lokið því, sem eg vildi einkum við ykkur
tala í þetta sinn. En nokkrum smámunum ætla eg þó
enn að bæta við. Eg sagði áðan, að eg hefði ástæðu til
að vona, að í vetur mætti hér verða góður skóli. En því
er nú svo farið með okkur kennarana, að við fögnum
okkar starfi svo með hverjum nýjum vetri, að okkur
finst eins og stendur í vísunni, sem eg þýddi fyrir ykk-
ur í fyrra, og ykkur fanst mestur leirburðurinn: »Nú
eru aftur jól, og nú eru aftur jól og jólin standa fram
að páskum«, og við gleymum því, að þar á milli er
fasta: sífeld vandkvæði og erfiðleikar. Þó stendur mér
nú geigur af sumu því, sem við blasir, og þó einkum
því, hve þröngbýlt verður hér í vetur. Nú verður hér 12
nemendum fleira en í fyrra, og þó að lítið eða ekkert sé
þrengra í herbergjunum en þá, verða mjög mikil óþæg-
indi að. þeirri aukningu nemendaf jöldans í borðsal og
kenslustofum, og þó einkum við vinnubrögð öll. Eg get
búist við því, að ykkur finnist — af því að mér hefur