Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 111
105
stundum fundist það sjálfum — að með því sé níðst á
ykkur, sem hingað eruð komin og skólans eigið að
njóta. Því vil eg afsaka þetta að nokkru. En vil fyrst
benda á það, að skólanum er bæði fjárhagslega og sið-
ferðilega stoð að mörgum nemendum, sem hann getur
gert sæmilega til hæfis, og ung og fátæk stofnun eins
og þessi skóli er, þarf að hætta þar nokkru til. Svo skal
líka á það bent, að ekki er sársaukalaust að vísa nem-
endum frá skóla. Það er aldrei hægt að vita, hversu
sannur og góður sá vilji er, sem þá er verið að brjóta á
bak aftur, og hvað það eru miklir og fagrir draumar,
sem við það kunna að verða að engu. Og enginn veit
heldur hverjum ykkar þið sjálf vilduð síst tapa úr
hópnum, þegar að lokadögunum kemur. Vel getur það
orðið einhver þeirra, er síðast var tekinn. Og þó að
margt sé hingað komið, hefur orðið að vísa um 40 um-
sóknum frá. Eg veit vel, að nemendahópurinn er orðinn
fullstór, bæði vegna húsakynna og alls annars. En þó
get eg ekki varist því að hugsa öðru hvoru til þeirra,
sem' ekki hafa fengið að koma.
Þá vil eg minnast á annað, sem eg veit að ykkur, sem
ekki hafið verið hér fyr, feliur illa: frumbýlingsháttinn
og hálfloknu störfin við undirbúninginn undir vetur-
inn. En hvorttveggja það á eg létt með að afsaka gegn
eigin samvisku, þó að ef til vill verði erfiðara að afsaka
það fyrir ykkur. En munið, að þessi skóli er enn ungur
og bygður á erfiðum tímurn, og trúin á gildi hans og
þörf hefur verið meiri meðal þeirra manna, sem ráðið
hafa byggingu hans en hinna, er féð hafa lagt fram.
Slíkt hefur valdið ósamræmi, sem er að lagast smám
saman, eftir því sem gildi skólans og þörf verður glögg-
ar séð. Og þó ýmislegt sé óþægilegt við þetta, er þó
annað heillandi: Það að sjá ungviðið vaxa, sjá hvernig
skólinn skapast. Og mun ekki svo að lokum, að með því