Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 113
Ræða
við skólauppsögn vorið 1927.
Störfum er lokið, vetur er liðinn, skólinn á enda. Við
okkur horfir komandi sumar. Hér er staður og stund
til að minnast og horfa fram.
Þessa síðustu daga hefir prófið verið efst í huganum.
Það átti að sýna árangur starfs okkar hér, kenslunnar
og námsins. Þann árangur hefur það sýnt að nokkru,
en líklega er engu ykkar ljósara en mér, hversu skamt
það nær. Og vara vil eg ykkur við því, að leggja fyrst
og fremst prófkvarðann til grundvallar, þegar þið reyn-
ið að meta ykkar eigin gildi eða hvers annars. Með hon-
um verður það naumast mælt, sem þið eigið dýrast og
best. En þekkingu ykkar og þrek á takmörkuðu sviði
getur hann sýnt, og veilur getur hann leitt í ljós.
Annars er það um prófið að segja í skemstu máli, að
vel má við það una, þegar á heildina er litið. En einstök-
um nemendum hefði eg kosið betra próf. Þið hafið líka
tekið prófið ykkur nær en þörf var á, óttast það meir
og notið ykkar verr. En vænt hefur mér þótt um það,
að ykkur hefur ekki verið sama um prófið, en þó er
meira um hitt vert, að láta sér aldrei vera sama um á-
rangur náms síns og starfs. Og ekki hefur nám ykkar í
vetur verið vegna þessa prófs fyrst og fremst. Þegar
frá líður, mun harla lítið eftir þessu prófi spurt, heldur