Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 116
110
kveðjustundarinnar aðeins, eða gerð til þess, að segja
ykkur eitthvað að lokum, sem ykkur þætti gott að
heyra. Eg get trúað ykkur fyrir því, að þessi játning er
upp úr því runnin, að mér mislíkaði við ykkur í gær-
kvöldi, svo að eg hef aldrei fundið meira til gremju og
tortrygni gagnvart ykkur en þá. Eg veit það nú og finn,
að ástæðan til þess var lítil, þótt hún væri nokkur, en
þá fanst mér hún mikil: mér fanst þið vera að níðast á
því, að eg væri ykkur of eftirlátur og treysti ykkur um
of. En þegar þið voruð háttuð og sofnuð, fór eg að líta
yfir liðinn vetur, og þá sá eg fljótt, hversu ant ykkur
hafði verið að vanda ykkur að byggja hér upp heimili
og skóla. Og þegar á alt var litið, hafði eg þá ekki verið
meir í ykkar skjóli en þið í mínu? Hví ætti eg að erfa
smáyfirsjónir við ykkur, sem svo vel hafið að mér búið?
Ekki veit eg, hvort ykkur er ljóst, hversu mikið hefur
verið lagt í ykkar vald um skólann í vetur. öll höfum
við setið við sama borð. Og ekkert »heimili« hefur hér
verið, nema það sem við höfum öll átt, og um reglur
þess, hverjar þær hafa verið, og hvernig þeim hefur
verið fylgt, hafið þið raunar ráðið eins miklu eða meir
en við kennararnir. Þó að við kennararnir höfum haft
svefnherbergi og vinnustofur sér, held eg að ekki sé
hægt að tala um sérstæðar »íbúðir« okkar. Jafnvel
börnin litlu hafa hlaupið milli ykkar allra í vetur og
átt að nokkru heima hjá ykkur öllum. Þegar um svona
náið heimilislíf er að ræða á jafn fjölmennu heimili, er
ekki nema ein leið til að vel fari og hverjum einum líði
vel: að allir vandi sig, leggi sig fram til þess að heimil-
islífið verði gott. Auðvitað hefur ekki alt verið eins og
það varð best kosið. En hvað yrði eftir af lífinu, ef alt
væri svo, að ekki mætti vera betur og við þyrftum ekki
að halda viðleitni okkar altaf vakandi?
Vel má vera, að eg hafi gert of litlar kröfur til ykkar