Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 117
111
og of litlar kröfur um gott skóla og heimilislíf, og því
hafi átökin verið of lítil og ánægjan of mikil. Vissulega
er hér vansiglt milli of og van — skersins og bárunnar.
En hvað sem því líður, og þrátt fyrir öll misstígin spor,
þá er eg þess fullviss, að hér hafa allir viljað gera á-
nægjulegt í vetur, og allir lagt nokkuð til þess, að svo
yrði. Ekkert hefur valdið mér meiri gleði í vetur en
vissan um það, nema ef vera skyldi hitt, sem af því hef-
ur leitt, að hér hefur allflestum, ef ekki öllum, liðið
mjög vel.
Eg dyl það ekki, að eg er ánægður með skólann í vet-
ur. En eg held að aldrei hafi skólastjóri haft minni á-
stæðu til stærilætis yfir gæfusömu skólalífi og skóla-
starfi en eg. Hér hefur svo margt gengið eins og af
sjálfu sér, af því að svo margar samtaka hendur hafa
unnið að.
Þó að ykkur sé öllum mikið að þakka, þá er það þó
misjafnlega mikið — mismunandi mikið starf og mis-
munandi mikil gæfa. Sérstakt þakklæti vil eg votta öll-
um samverkamönnunum við kensluna og starfsmönn-
unum við mötuneytið og þjónustubrögðin, þeim piltun-
um mikið, stúlkunum þó meira. Og ljúft er mér og
skylt, að votta þakkir sérstaklega þeim nemandanum,
sem mest hefur á mætt, Árna Þórðarsyni, honum sem
gætt hefur tímans fyrir okkur og haldið félagslífinu
vakandi. í haust hélt eg, að meira hefði verið á hans
herðar lagt, en hann væri fær um að standa undir. Nú
veit eg, að hann hefur af því vaxið. Ekkert ykkar hinna
nefni eg sérstaklega, en eg endurtek það, að hverju
ykkar á skólinn eitthvað að þakka. Og því trúi eg fast-
lega, að þó að svo væri, að skólinn hefði ekkert annað
gildi fyrir ykkur, þá muni starf ykkar í vetur fyrir
heimilislíf hans bera nokkurn ávöxt í ykkar eigin lífi.
Alt sem menn gera vel, verður þeim launað með aukn-