Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 118
112
um þroska og manngildi. Og hvað metum við meira
meðan við erum ung og heilbrigð?
Á þessari stundu er mér tamast að líta yfir farinn
veg. En eg veit, að þið hafið þegar fest augu á næstu
brekkunni, sem blasir við, og víst langar mig til að
horfa ögn í þá áttina með ykkur. En hér skiljast leiðir,
og því horfir sinn veginn hvert ykkar. En það má okk-
ur öllum vera ljóst, að þessi vetur, sem nú er liðinn, fær
gildi sitt einkum af því, sem verður. Og eg treysti því,
að svo vel hafi ykkur, nemendur mínir, liðið hér í vet-
ur, að ykkur hafi lærst að þykja vænt um skólann, og
það gefi ykkur aukið þrek til afreka. Stefán G. Stefáns-
son, útlaginn mikli, hefur sent þessa kveðju heim:
»Hvað, sem þú föðurland fréttir um mig, sé frægð þinni
hugnun, eg elskaði þig.« Þvílíka kveðju þurfum við að
geta sent með björtum svip öllu, sem okkur þykir vænt
um — og þá ekki síst skólanum okkar.
Starf okkar hér í vetur fær gildi sitt af því, sem
verður. Áður en langt er liðið hvíla heill og forráð þessa
lands á ykkar herðum — eins og þið hafið svo oft sung-
ið í vetur. Ykkur á að falla sá vegur og vandi í skaut,
að bera uppi hag og menningu, gæfu og baráttu þjóðar
okkar um æfiskeið einnar kynslóðar og skila næstu kyn-
slóð á eftir ykkur kyndlinum, sem þið tókuð við. Ekki
ein að vísu, en ef þið lifið af nógu miklu þreki, má vel
svo fara, að á ykkar herðum hvíli allra mest. Og slíkt
er mjög á ykkar valdi sjálfra. Hverjum einum er veitt í
vegarnesti inn á leikvöll ljóss og skugga ljós á blakt-
andi skari, sem bæði getur að engu orðið og björtum
kyndli.
Síðasta orð mitt til ykkar verður eggjun. Nei fyrirgef-
ið mér — það skal verða næst síðasta orðið. Eg flyt
ykkur eggjunarorð í nafni þjóðar okkar og skóla, en
trúið mér samt til þess, að það er ykkar vegna sjálfra,