Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 119
113
sem eg geri það. Þau eru flutt ykkur í þeirri björtu trú,
að ekkert sé ykkur meira virði en sannþroski, mann-
gildi. Eg bið ykkur að misskilja mig ekki svo, að eg
eggi ykkur á að sækjast eftir viðurkendum afrekum,
til þess að eftir ykkur verði tekið skólans vegna og
sjálfra ykkar vegna. Alt slíkt er fávíslegt, skammsýni.
Slíkt yrði oftast því líkt, að læra að stýra bifreið, þegar
tími er til kominn að læra að stýra flugvél. Eg eggja
ykkur heldur ekki á að sækjast eftir að vera á undan
öðrum með nýungar. Slíkt leiðir menn svo háskalega
oft til að vilja sýnast fremur en vera. Eg eggja ykkur á
að lifa sterkt og satt, og eg trúi því, að það leiði til
hamingju og afreka, sem koma eins og af sjálfu sér.
Eg veit, að það kostar ykkur baráttu og sársauka. En
sá sársauki, sem vex upp úr sannindum í lífi okkar, er
ef til vill mesta lífsnautnin, sem við eigum kost á. En
ekkert er fyrirlitlegra og dauðanum skyldara, en að
flýja baráttuna og sársaukann — nenna ekki að finna
til og lifa.
Eg eggja ykkur til að lifa sterkt og satt. En minnist
þess ætíð, að margt af því, sem gildismest er, verður
oft seint viðurkent, stundum ekki fyr en sá er af svið-
inu horfinn, sem afrekin hefur unnið. Stundum er það
dýrðlegasta hetjudáðin, að deyja án nokkurs frægðar-
orðs, hafa unnið hljóðlátt nauðsynjastarf, sem enginn
hefur kunnað að meta svo sem vert var, nema maður
sjálfur. En jafn barnalegt er að óttast frægðina og
sækjast eftir gleymskunni og hitt, að óttast gleymsk-
una og sækjast eftir frægðinni. Hvorugt kemur okkur
við. Afrekin, störfin, sem við skilum, er það eina, sem
nokkru varðar.
-----1 vetur hefur okkur liðið vel, af því að við höf-
um hjálpað hvert öðru til þess, og hjálpað hvert öðru
8