Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Page 121
Beethoven.
Eg gleymi því aldrei, hve snortin eg varð, þegar eg
heyrði örlagasymfóníu Beethovens flutta í fyrsta sinn.
Það var Þjóðverji — landi Beethovens — sem lék hana
á flygel af skírri, ljómandi snild. Eg býst ekki við því,
að eg hafi verið skilningsglöggur áheyrandi, en eg fann
þó, að þarna var lýst í tónum baráttu tveggja and-
stæðra afla — leik á taflborði lífsins, þar sem ljósið og
myrkrið börðust um völdin. En hér réð hamingjan
leikslokum, hið góða bar sigurinn frá borði. Síðasti hluti
lagsins er fagnaðaróður, hljómbjartur og sigurviss,
svo að hugurinn verður léttur og bjart fyrir augum.
Efni þess verður ekki rakið hér, tónverk verða að skýra
sig sjálf, þar er svo margt letrað milli línanna, sem al-
drei verður sagt með orðum. Tónarnir einir fá andað
því til okkar þannig, að hvert barnið má skilja. En ör-
lagasymfonían er mér hugstæðust vegna þess, hve þar
eru dregnir fastir drættir og skýrir. Hún er enginn
gátuleikur, ekkert hulduspil. Hún hefst með þremur
sterkum tónum, sem síðan heyrast við og við gegnum
lagið eins og stuttar alvöruþrungnar kveðjur. »Þannig
berja örlögin á dyrnar«, segir Beethoven. Og hann reisir
í hljómum minnisvarða hinni eldgömlu baráttu mann-
anna við grimmar skapanornir, og letrar á hann trú
sína í þeim viðskiftum.
Ef við lesum æfisögu Beethovens, sjáuqi við listaverk
8»