Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 122
116
þetta í nýju og bjartara ljósi. Það er bygt á lífsreynslu
höfundarins sjálfs. Gegnum örlagasymfoníuna má
rekja þræði, sem ofnir eru í hans eigin æfiþátt. Þegar
tónskáldið Beethoven stóð í blóma aldurs síns og fann
brjóst sitt svellá af fögnuði yfir dýrðlegri köllun sinni,
sem hann hafði helgað alla krafta sína, þá knýr ógæfan
á dyr hans. Hann er dæmdur til að lifa án þess unaðar,
sem raddir og samhljómar höfðu veitt hans ómnæma
eyra. Hljóðfærið hans stendur þögult og megnar ekki
að flytja eyrum hans tónverkin, sem hann hafði sjálfur
skapað. Hin raddauðuga náttúra á ekki svo mikið sem
einn náttgalasöng afgangs handa honum.
Aðeins 28 ára gamall er hann mjög farinn að tapa
heyrn, og hægt og hægt læsist helfjötur þagnarinnar
um líf hans. Þessi örlagadómur virðist loka öllum
sundum. Honum er næst skapi að firra sig lífi. En þá
vaknar uppreisnarhugurinn, þrótturinn, djörfungin fá
yfirhöndina. Hann rís upp, þessi bannfærði maður og
hefur upp stál viljans, sem örvæntingin hefur hert og
eggjað, og segir skapanornunum stríð á hendur. Hann
berst við þær um það, sem honum er dýrmætara en líf-
ið: að fá flutt heiminum þau andlegu verðmæti, sem
hann eygir í ríki listarinnar, þessum heimi, sem ekkert
á ósagt við hann framar. Beethoven kom heill af þeim
hólmi. Hið undursamlega verður: enn fær hann hugs-
unum sínum vængi í tónum, sem hann heyrir aðeins
með hinu innra eyra. í þögninni fer hann að hlusta eftir
ómunum frá dýpstu og hreinustu lindum sálar sinnar
og skapar ódauðleg tónverk. f þeim hafa þúsundir
manna fundið þrótt og hugsvölun. Enn rjúfa þau myrk-
ur sárustu örvæntingar eins og morgungeislarnir þoku-
himin langrar og dimmrar nætur. Þau eru sigursöngvar
hins sterka manns.