Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 124
118
himni, þar sem hann gat farið einförum. Það er fagurt
umhverfis Bonn á bökkum Rínar. Tignarleg náttúran
tók þennan heimilislausa, hlustandi svein í faðm sér og
sló fyrir hann gullhörpu árinnar. Eins og þyrstur mað-
ur drekkur hann frið kveldkyrðarinnar. Og þegar hagl-
ið og stormurinn lemja hann í andlitið, eykur það honum
þrótt. í skóla náttúrunnar er vítt til veggja. Þar eign-
aðist Beethoven þenna frjálsborna svip, sem setur inn-
sigli sitt á alt líf hans og störf. Engan fær náttúran
mótað svo, nema þann, sem gefur henni ást sína ungur.
Þótt Beethoven ætti mestan hluta æfi sinnar heima í
stórborg, þá sýna daglegar göngur hans út fyrir borg-
arhliðin, hve vel hér var treyst samband lærisveins og
meistara. Þegar þröngsýnið og lognmollan innan borg-
arveggjanna lögðu fjötur á hugann, flúði hann að
barmi náttúrunnar, til þess að hugsjónir hans fengju
að vaxa eftir hennar lögum.
Til Vínarborgar hélt Beethoven 22ja ára gamall til
frekara hljómlistarnáms. Var það fyrir tilstyrk nokk-
urra hefðarmanna, er báru til hans vinarhug og höfðu
trú á gáfum hans. Þar naut hann um skeið tilsagnar
Haydns, sem þá var kominn á efri ár. En hinn mildi
»faðir« Haydn og hinn óstýriláti Beethoven áttu ekki
samleið. Þegar Beethoven komst að því, að kennaranum
hafði sést yfir villur í verkefnum hans, var úti um sam-
komulag. En þetta urðu Beethoven sár vonbrigði, því
að við nafn hins fræga tónskálds var sá þroski bund-
inn, sem hann hafði vænst af Vínarförinni, þó að fleira
yrði til þess þá, að draga þangað hugi ungra lista-
manna. Vín var um þessarmundir höfuðból hljómlistar-
innar í Evrópu. En þá var áhugi í hljómlist mjög í tísku
og gekk aðalsfólkið þar í broddi fylkingar. Hjá því átti
Beethoven góðum viðtökum að fagna í fyrstu. Til dæm-
is um það er sagt, að fursti einn, er hann bjó hjá, hafi